Fótbolti

Balotelli og Toure kvörtuðu vegna kynþáttaníðs

Balotelli á ferðinni í gær.
Balotelli á ferðinni í gær.
Forráðamenn Man. City munu væntanlega senda inn kvörtun til UEFA í dag eftir að leikmenn liðsins urðu fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Porto í gær.

Það voru þeir Mario Balotelli og Yaya Toure sem urðu fyrir kynþáttaníðinu. Balotelli greindi frá því eftir leik en stjórinn, Roberto Mancini, heyrði það ekki. Áhorfendur voru meðal annars með apahljóð er þeir voru með boltann.

"Ég var að einbeita mér að leiknum og heyrði þetta ekki, því miður," sagði Mancini.

"Ég held að Balotelli og Toure séu nógu sterkir til þess að láta slíkt ekki koma sér útr jafnvægi. Mér fannst Mario bera sig vel. Var rólegur og mikilvægt að hann haldi áfram á sömu braut."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×