Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 17-23 Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. febrúar 2012 12:28 Mynd/Vilhelm Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð. Haukarnir mættu betur stemmdir í Safamýrina. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og Framarar í miklu basli í sóknarleiknum. Þeim tókst þó að ná áttum og jöfnuðu metin í 5-5. Í stöðunni 6-7 Haukum í vil tókst hvorugu liðinu að koma boltanum framhjá eldheitum markvörðum liðanna í átta mínútur. Haukum tókst það loks með skömmu millibili rétt fyrir hlé og leiddu í hálfleik 9-6. Þjálfarar beggja liða höfðu um margt að ræða við sína menn í hálfleik. Sóknarleikur á báðum endum var lamaður og agalaus. Hvort ekki var rætt um að bæta sóknarleikinn í síðari hálfleik er undirritaður ekki meðvitaður um en ekki fækkað sóknarmistökunum í síðari hálfleiknum. Í stórskrýtnum síðari hálfleik höfðu Haukarnir undirtökin allan tímann. Framarar fengu reyndar nokkur færi til að jafna metin snemma í hálfleiknum en jafnvel þegar þeir voru manni færri klúðruðu þeir málunum. Sóknarmistökin voru af öllum tegundum en fjöldi misheppnaðar sendinga undir lítilli eða engri pressu var ótrúlegur. Haukar jóku muninn eftir því sem á hálfleikinn leið, sigldu fram úr í lokin og unnu sanngjarnan sex marka sigur. Haukar geta verið ánægðir með að hafa snúið við blaðinu í deildinni eftir tvö töp í röð. Vörn og markvarsla Arons Rafns var ágæt en sóknarleikurinn slakur og agalaus. Ekkert þó í líkingu við sóknarleik heimamanna. Vonleysið í sóknarleik Framara í síðari hálfleik náði hámarki þegar Jón Arnar Jónsson skoraði langþráð mark en þá var Einar Jónsson, þjálfari Fram, nýbúinn að taka leikhlé. Magnús Erlendsson stóð langt upp úr í leik heimamanna. Magnús varði 23 skot og mörg úr opnum færum. Freyr Brynjars: Hvorugt liðið getur tekið nokkuð út úr þessum leikFreyr Brynjarsson var ánægður með sigur sinna manna en sagði þó sóknarleik sinna manna hafa verið dapran. „Við erum ekki nógu agaðir og ekki að skjóta nógu vel. Vörnin og markvarslan vinna þennan leik. Vörn okkar er góð þessa stundina og því getum við leyft okkur meira í sókninni," sagði Freyr sem skoraði sex mörk í kvöld og átti fínan leik. Freyr sagði að mikilvægt hefði verið að gleyma bikarnum og einbeita sér að deildinni. „Við erum að fara að spila í bikarnum eftir átta daga en við verðum að hugsa um deildina. Við vorum búnir að tapa tveimur í röð og ógjörningur að tapa þeim þriðja í röð. Það kom ekki til greina," sagði Freyr sem taldi hvorugt liðanna geta tekið nokkuð út úr leik kvöldsins. „Það verður allt öðruvísi leikur, meiri barátta og jafnvel meira skorað. Menn verða að finna rétta spennustigið. Þetta er allt allt allt annað en að spila einhvern deildarleik," sagði Freyr. Magnús Erlends: Þetta var niðurlægingMynd/VilhelmMagnús Erlendsson gat verið sáttur við eigin frammistöðu í kvöld. Frammistaða liðsfélaga hans var þó fyrir neðan allar hellur. „Þetta var niðurlæging og sjokkerandi að menn leyfi sér að mæta svona til leiks. Ég er bara í losti líkt og þeir sem mættu til að horfa á leikinn. Ég skil þetta ekki," sagði Magnús sem var besti maður vallarins í kvöld. Hann sagði ekkert í undirbúningi liðsins hafa gefið til kynna frammistöðu á borð við þá sem boðið var upp á. „Menn voru léttir eftir HK-leikinn og auðvitað tókum við einn dag í hlé. Það var leikur á mánudag og svo aftur á fimmtudag. Liðið er auðvitað mikið breytt frá mánudeginum en það er ekki afsökunar fyrir því að taka ekki á því. Menn geta alltaf tekið á því og annars skipta menn bara útaf," sagði Magnús sem sagði ekki útilokað að menn væru með hugann við bikarúrslitaleikinn um aðra helgi. „Ég ætla að vona að menn séu með hugann við eitthvað. Það var allavegna ekki þessi leikur. Það þýðir samt ekki að stinga hausnum í sandinn heldur rífa sig upp og finna út hvað fór úrskeiðis. Menn eru líka að koma úr meiðslum sem verða klárir í næsta leik. Við örvæntum ekki," sagði Magnús sem hló þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði ekki viljað skella sér í sóknina. „Ég veit ekki hvort það myndi bæta nokkuð. Það lá við að markmanninn langaði til þess að skjóta," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð. Haukarnir mættu betur stemmdir í Safamýrina. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og Framarar í miklu basli í sóknarleiknum. Þeim tókst þó að ná áttum og jöfnuðu metin í 5-5. Í stöðunni 6-7 Haukum í vil tókst hvorugu liðinu að koma boltanum framhjá eldheitum markvörðum liðanna í átta mínútur. Haukum tókst það loks með skömmu millibili rétt fyrir hlé og leiddu í hálfleik 9-6. Þjálfarar beggja liða höfðu um margt að ræða við sína menn í hálfleik. Sóknarleikur á báðum endum var lamaður og agalaus. Hvort ekki var rætt um að bæta sóknarleikinn í síðari hálfleik er undirritaður ekki meðvitaður um en ekki fækkað sóknarmistökunum í síðari hálfleiknum. Í stórskrýtnum síðari hálfleik höfðu Haukarnir undirtökin allan tímann. Framarar fengu reyndar nokkur færi til að jafna metin snemma í hálfleiknum en jafnvel þegar þeir voru manni færri klúðruðu þeir málunum. Sóknarmistökin voru af öllum tegundum en fjöldi misheppnaðar sendinga undir lítilli eða engri pressu var ótrúlegur. Haukar jóku muninn eftir því sem á hálfleikinn leið, sigldu fram úr í lokin og unnu sanngjarnan sex marka sigur. Haukar geta verið ánægðir með að hafa snúið við blaðinu í deildinni eftir tvö töp í röð. Vörn og markvarsla Arons Rafns var ágæt en sóknarleikurinn slakur og agalaus. Ekkert þó í líkingu við sóknarleik heimamanna. Vonleysið í sóknarleik Framara í síðari hálfleik náði hámarki þegar Jón Arnar Jónsson skoraði langþráð mark en þá var Einar Jónsson, þjálfari Fram, nýbúinn að taka leikhlé. Magnús Erlendsson stóð langt upp úr í leik heimamanna. Magnús varði 23 skot og mörg úr opnum færum. Freyr Brynjars: Hvorugt liðið getur tekið nokkuð út úr þessum leikFreyr Brynjarsson var ánægður með sigur sinna manna en sagði þó sóknarleik sinna manna hafa verið dapran. „Við erum ekki nógu agaðir og ekki að skjóta nógu vel. Vörnin og markvarslan vinna þennan leik. Vörn okkar er góð þessa stundina og því getum við leyft okkur meira í sókninni," sagði Freyr sem skoraði sex mörk í kvöld og átti fínan leik. Freyr sagði að mikilvægt hefði verið að gleyma bikarnum og einbeita sér að deildinni. „Við erum að fara að spila í bikarnum eftir átta daga en við verðum að hugsa um deildina. Við vorum búnir að tapa tveimur í röð og ógjörningur að tapa þeim þriðja í röð. Það kom ekki til greina," sagði Freyr sem taldi hvorugt liðanna geta tekið nokkuð út úr leik kvöldsins. „Það verður allt öðruvísi leikur, meiri barátta og jafnvel meira skorað. Menn verða að finna rétta spennustigið. Þetta er allt allt allt annað en að spila einhvern deildarleik," sagði Freyr. Magnús Erlends: Þetta var niðurlægingMynd/VilhelmMagnús Erlendsson gat verið sáttur við eigin frammistöðu í kvöld. Frammistaða liðsfélaga hans var þó fyrir neðan allar hellur. „Þetta var niðurlæging og sjokkerandi að menn leyfi sér að mæta svona til leiks. Ég er bara í losti líkt og þeir sem mættu til að horfa á leikinn. Ég skil þetta ekki," sagði Magnús sem var besti maður vallarins í kvöld. Hann sagði ekkert í undirbúningi liðsins hafa gefið til kynna frammistöðu á borð við þá sem boðið var upp á. „Menn voru léttir eftir HK-leikinn og auðvitað tókum við einn dag í hlé. Það var leikur á mánudag og svo aftur á fimmtudag. Liðið er auðvitað mikið breytt frá mánudeginum en það er ekki afsökunar fyrir því að taka ekki á því. Menn geta alltaf tekið á því og annars skipta menn bara útaf," sagði Magnús sem sagði ekki útilokað að menn væru með hugann við bikarúrslitaleikinn um aðra helgi. „Ég ætla að vona að menn séu með hugann við eitthvað. Það var allavegna ekki þessi leikur. Það þýðir samt ekki að stinga hausnum í sandinn heldur rífa sig upp og finna út hvað fór úrskeiðis. Menn eru líka að koma úr meiðslum sem verða klárir í næsta leik. Við örvæntum ekki," sagði Magnús sem hló þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði ekki viljað skella sér í sóknina. „Ég veit ekki hvort það myndi bæta nokkuð. Það lá við að markmanninn langaði til þess að skjóta," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira