Allen Iverson er staurblankur | 25 milljarðar út um gluggann 16. febrúar 2012 13:00 Allen Iverson virðist ekki eiga krónu í vasanum þrátt fyrir tugmilljarða kr. tekjur á undanförnum árum. AP Allen Iverson, fyrrum stórstjarna NBA deildarinnar í körfubolta, virðist ekki eiga eina krónu eftir í fórum sínum eftir glæsilegan atvinnumannaferil þar sem hann þénaði í það minnsta um 19 milljarða kr. Hinn 36 ára gamli Iverson virðist í tómum vandræðum en hann gerir sér enn vonir um að fá enn eitt tækifæri í NBA deildinni. Og stórlið á borð við LA Lakers hafa virkilega sýnt því áhuga á að fá hann í sínar raðir. Iverson dregur hinsvegar á eftir sér ýmis óleyst vandamál. Dómari í Georgíufylki frysti nýlega bankainnistæður Iverson eftir að hann gat ekki greitt um 100 milljóna kr. skuld vegna skartgripakaupa. Það eru allar líkur á því að Iverson eigi ekki neitt eftir þeim 19 milljarða kr. tekjum sem hann „önglaði" saman á NBA ferlinum, 150 milljónir dollarar. Farnir út um gluggann. Hvernig fór hann að því að eyða þessu öllu?Allen Iverson hefur í gegnum tíðina fjárfest í ótrúlegu magni af skartgripum og öðru slíku.APEn hvernig fór hann að því að eyða öllum þessum fjármunum? Þeir sem til hans þekkja segja að Iverson hafi farið með peninga eins og þeir væru alveg að fara úr tísku. Iverson var vinamargur á meðan hann átti peninga og sagan segir að hann hafi oft verið með hátt í 50 manna „fylgdarlið" á keppnisferðum 76'ers. Lið sem ferðaðist á eigin vegum en á kostnað Iverson. Þar má nefna fjölmarga æskuvini, hárgreiðslumeistara og að sjálfsögðu einhvern gaur sem sá um að bæta við húðflúrum á kappann með reglulegu millibili. Iverson eyddi líkt og margir aðrir ótrúlegum fjárhæðum í skartgripi, bíla og hann var einnig tíður gestur í spilavítum víðsvegar um Bandaríkin. Það má gera ráð fyrir að upphæðin sem Iverson hafi eytt um ævina sé mun hærri en 19 milljarðar kr. Hann gerði risasamning við Reebok íþróttavörufyrirtækið árið 2001. Sá samningur tryggði honum rétt um 6 milljarða kr. Iverson var á hápunkti ferilsins með risastóra auglýsingasamninga við fjölmörg fyrirtæki. Iverson er einn allra besti skotbakvörður sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann var um tíma nánast óstöðvandi skorunarmaskína. Hinn smávaxni Iverson, 1.80 m. á hæð og um 75 kg, var grjótharður í baráttunni gegn mun stærri og líkamlega sterkari leikmönnum. Hinn 36 ára gamli Iverson hefur verið orðaður við stórlið á borð við LA Lakers að undanförnu. Forráðamenn liðsins vildu hinsvegar að Iverson myndi leika með varaliði félagsins og sýna það og sanna að hann ætti heima í NBA deildinni. Engar fréttir hafa borist af viðbrögðum Iverson. Honum stendur til boða að leika með liðum í Venesúela og Púertó Ríkó. Glæsilegur ferill | hápunkturinn árið 2001Iverson var í rétt um tvö tímabil hjá Denver Nuggets eftir að það fór að halla undan fæti hjá 76'ers.APFerill Iverson Í NBA deildinni er glæsilegur. Hann var stórstjarna hjá Georgetown háskólanum og var hann valinn fyrstu allra í nýliðavalinu árið 1996. Philadelphia 76'ers fékk happdrættisvinninginn og Iverson var valinn nýliði ársins 1996-1997. Á næstu árum var byggt upp stórlið í kringum Iverson í Philadelphia, og árið 2001 var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Fjórum sinnum var Iverson stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar, 1999, 2001, 2002 og 2005. Og hátindinum náði hann sem leikmaður þegar 76'ers léku til úrslita um NBA titilinn árið 2001 þar sem LA Lakers sigraði örugglega, 4-1. Það má vel vera að Iverson sé blankur og standi höllum fæti í lífinu en árangur hans verður ekki tekinn af honum. Hann er á meðal þeirra allra bestu frá upphafi og 26,7 stiga meðalskor í deildinni segir allt sem segja þarf. Aðeins fimm leikmenn hafa gert betur á ferlinum. Og það sem meira er að aðeins Michael Jordan hefur skorað fleiri stig að meðaltali í úrslitakeppninni frá upphafi, 33,4 stig að meðaltali. Iverson kemur þar á eftir með 29,7 stig að meðaltali í úrslitakeppninnni. Fékk um hálfan milljarð kr. í laun hjá Besiktas í Tyrklandi Allen Iverson mætir hér til leiks í Tyrklandi þar sem allt varð að sjálfsögðu brjálað. Öryggisverðir fylgdu honum af flugvellinum.APEinkalíf Iverson hefur ekki verið upp á marga fiska á undanförnum árum. Eiginkona hans fór fram á skilnað um mitt sumar í fyrra. Hún fór fram á forræði yfir fimm börnum þeirra. Iverson fór í stórum leikmannaskiptum frá 76'ers árið 2006 og endaði hann hjá Denver Nuggets sem var á þeim tíma með lið sem var líklegt til þess að gera atlögu að titlinum. Þessi tilraun reyndist gjörsamlega misheppnuð. Iverson fór til Detroit Piston þar sem hann lék 2008-2009. Hann fór á ný til 76'ers í stuttan tíma 2009-2010 og síðustu afrek hans á körfuboltavellinum voru með tyrkneska liðinu Besiktas. Samningur Iverson við tyrkneska liðið Besiktas tryggði honum um 500 milljón kr. yfir tveggja ára tímabil. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Allen Iverson, fyrrum stórstjarna NBA deildarinnar í körfubolta, virðist ekki eiga eina krónu eftir í fórum sínum eftir glæsilegan atvinnumannaferil þar sem hann þénaði í það minnsta um 19 milljarða kr. Hinn 36 ára gamli Iverson virðist í tómum vandræðum en hann gerir sér enn vonir um að fá enn eitt tækifæri í NBA deildinni. Og stórlið á borð við LA Lakers hafa virkilega sýnt því áhuga á að fá hann í sínar raðir. Iverson dregur hinsvegar á eftir sér ýmis óleyst vandamál. Dómari í Georgíufylki frysti nýlega bankainnistæður Iverson eftir að hann gat ekki greitt um 100 milljóna kr. skuld vegna skartgripakaupa. Það eru allar líkur á því að Iverson eigi ekki neitt eftir þeim 19 milljarða kr. tekjum sem hann „önglaði" saman á NBA ferlinum, 150 milljónir dollarar. Farnir út um gluggann. Hvernig fór hann að því að eyða þessu öllu?Allen Iverson hefur í gegnum tíðina fjárfest í ótrúlegu magni af skartgripum og öðru slíku.APEn hvernig fór hann að því að eyða öllum þessum fjármunum? Þeir sem til hans þekkja segja að Iverson hafi farið með peninga eins og þeir væru alveg að fara úr tísku. Iverson var vinamargur á meðan hann átti peninga og sagan segir að hann hafi oft verið með hátt í 50 manna „fylgdarlið" á keppnisferðum 76'ers. Lið sem ferðaðist á eigin vegum en á kostnað Iverson. Þar má nefna fjölmarga æskuvini, hárgreiðslumeistara og að sjálfsögðu einhvern gaur sem sá um að bæta við húðflúrum á kappann með reglulegu millibili. Iverson eyddi líkt og margir aðrir ótrúlegum fjárhæðum í skartgripi, bíla og hann var einnig tíður gestur í spilavítum víðsvegar um Bandaríkin. Það má gera ráð fyrir að upphæðin sem Iverson hafi eytt um ævina sé mun hærri en 19 milljarðar kr. Hann gerði risasamning við Reebok íþróttavörufyrirtækið árið 2001. Sá samningur tryggði honum rétt um 6 milljarða kr. Iverson var á hápunkti ferilsins með risastóra auglýsingasamninga við fjölmörg fyrirtæki. Iverson er einn allra besti skotbakvörður sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann var um tíma nánast óstöðvandi skorunarmaskína. Hinn smávaxni Iverson, 1.80 m. á hæð og um 75 kg, var grjótharður í baráttunni gegn mun stærri og líkamlega sterkari leikmönnum. Hinn 36 ára gamli Iverson hefur verið orðaður við stórlið á borð við LA Lakers að undanförnu. Forráðamenn liðsins vildu hinsvegar að Iverson myndi leika með varaliði félagsins og sýna það og sanna að hann ætti heima í NBA deildinni. Engar fréttir hafa borist af viðbrögðum Iverson. Honum stendur til boða að leika með liðum í Venesúela og Púertó Ríkó. Glæsilegur ferill | hápunkturinn árið 2001Iverson var í rétt um tvö tímabil hjá Denver Nuggets eftir að það fór að halla undan fæti hjá 76'ers.APFerill Iverson Í NBA deildinni er glæsilegur. Hann var stórstjarna hjá Georgetown háskólanum og var hann valinn fyrstu allra í nýliðavalinu árið 1996. Philadelphia 76'ers fékk happdrættisvinninginn og Iverson var valinn nýliði ársins 1996-1997. Á næstu árum var byggt upp stórlið í kringum Iverson í Philadelphia, og árið 2001 var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Fjórum sinnum var Iverson stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar, 1999, 2001, 2002 og 2005. Og hátindinum náði hann sem leikmaður þegar 76'ers léku til úrslita um NBA titilinn árið 2001 þar sem LA Lakers sigraði örugglega, 4-1. Það má vel vera að Iverson sé blankur og standi höllum fæti í lífinu en árangur hans verður ekki tekinn af honum. Hann er á meðal þeirra allra bestu frá upphafi og 26,7 stiga meðalskor í deildinni segir allt sem segja þarf. Aðeins fimm leikmenn hafa gert betur á ferlinum. Og það sem meira er að aðeins Michael Jordan hefur skorað fleiri stig að meðaltali í úrslitakeppninni frá upphafi, 33,4 stig að meðaltali. Iverson kemur þar á eftir með 29,7 stig að meðaltali í úrslitakeppninnni. Fékk um hálfan milljarð kr. í laun hjá Besiktas í Tyrklandi Allen Iverson mætir hér til leiks í Tyrklandi þar sem allt varð að sjálfsögðu brjálað. Öryggisverðir fylgdu honum af flugvellinum.APEinkalíf Iverson hefur ekki verið upp á marga fiska á undanförnum árum. Eiginkona hans fór fram á skilnað um mitt sumar í fyrra. Hún fór fram á forræði yfir fimm börnum þeirra. Iverson fór í stórum leikmannaskiptum frá 76'ers árið 2006 og endaði hann hjá Denver Nuggets sem var á þeim tíma með lið sem var líklegt til þess að gera atlögu að titlinum. Þessi tilraun reyndist gjörsamlega misheppnuð. Iverson fór til Detroit Piston þar sem hann lék 2008-2009. Hann fór á ný til 76'ers í stuttan tíma 2009-2010 og síðustu afrek hans á körfuboltavellinum voru með tyrkneska liðinu Besiktas. Samningur Iverson við tyrkneska liðið Besiktas tryggði honum um 500 milljón kr. yfir tveggja ára tímabil.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira