Fótbolti

Manchester City kom til baka og vann Porto í Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna í kvöld.
Leikmenn Manchester City fagna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City er í flottum málum eftir 2-1 útisigur á móti Porto í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór í Portúgal í kvöld. Sjálfsmark heimamanna gæti reynst Porto-liðinu dýrkeypt en það breytti leiknum í kvöld. Það var varamaðurinn Sergio Agüero sem skoraði sigurmark City.

Silvestre Varela kom Porto-liðinu í 1-0 á 27. mínútu eftir flotta sókn og frábæran undirbúning frá Hulk.

Alvaro Pereira varð síðan á því að skora í eigið mark á 55. mínútu eftir að Mario Balotelli pressaði hann í kjölfarið á langri sendingu frá Yaya Touré.

Sergio Agüero kom inn á sem varamaður fyrir Mario Balotelli á 78. mínútu og skoraði sigurmarkið sex mínútum síðar eftir stosðendingu frá Yaya Touré. Yaya Touré og Samir Nasti höfðu þá spilað sig í gegnum Porto-vörnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×