Enski boltinn

Giggs fær ekki að spila 900. leikinn á móti Ajax á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty
Næsti leikur Ryan Giggs fyrir Manchester United verður sá 900. fyrir félagið en tímamótaleikurinn verður ekki á móti Ajax á morgun í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ryan Giggs var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United fyrir leikinn sem fram fer í Amsterdam. Dimitar Berbatov og Patrice Evra eru heldur ekki í hópnum.

Ryan Giggs er orðinn 38 ára gamall en hann lék sinn fyrsta leik fyrir

Manchester United árið 1991. Hann sló leikjamet Bobby Charlton í maí 2008 og hefur síðan bætt metið um 141 leik.

900. leikur Ryan Giggs verður væntanlega seinni leikurinn á móti Ajax á Old Trafford eða næsti deildarleikur sem verður á útivelli á móti Norwich City þremur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×