Tiger byrjaði vel á Pebble Beach | Spilar með Tony Romo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2012 10:30 Tiger Woods og Tony Romo, einbeittir á svip. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey. Golf NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey.
Golf NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira