Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. febrúar 2012 15:00 Love með verðlaunagripinn fína í nótt MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn. NBA Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira