Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:45 Kipyego kemur fyrstur í mark í kuldalegri Tókíó í nótt. Nordic Photos / Getty Images Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja. Erlendar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja.
Erlendar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira