Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 18:15 Jeremy Shu-How Lin er á allar vörum þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa. NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa.
NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00
Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30