Erfið byrjun hjá Rory McIlroy og Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2012 14:15 Tiger Woods lék á pari á "bláa skrímslinu" í gær, eða 72 höggum. Getty Images / Nordic Photos Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á „bláa skrímslinu" á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum. Rory McIlroy er að leika á sínu fyrsta móti frá því hann náði efsta sæti heimslistans um síðustu helgi með sigri á Honda meistaramótinu. McIlroy lék á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Tiger Woods var ekkert skárri en hann lék á pari vallar eða 72 höggum. Skor keppenda er frekar hátt en aðeins 12 kylfingar náðu að leika undir pari vallar. Meðalskorið var 72,7 högg. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel og Daninn Thomas Björn léku báðir á 68 höggum. Á meðal þeirra sem lék á 69 höggum eru; Bandaríkjamennirnir Keegan Bradley og Steve Stricker. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á „bláa skrímslinu" á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum. Rory McIlroy er að leika á sínu fyrsta móti frá því hann náði efsta sæti heimslistans um síðustu helgi með sigri á Honda meistaramótinu. McIlroy lék á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Tiger Woods var ekkert skárri en hann lék á pari vallar eða 72 höggum. Skor keppenda er frekar hátt en aðeins 12 kylfingar náðu að leika undir pari vallar. Meðalskorið var 72,7 högg. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel og Daninn Thomas Björn léku báðir á 68 höggum. Á meðal þeirra sem lék á 69 höggum eru; Bandaríkjamennirnir Keegan Bradley og Steve Stricker.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira