Fanndís tryggði stelpunum sigur á Kína | Mæta Dönum í leik um 5. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2012 15:08 Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið, hafði eins og Kína, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en mætir nú Danmörku í leik um fimmta sætið á miðvikudaginn. Danir unnu 1-0 sigur á Noregi fyrr í dag og tryggði sér með því þriðja sætið í hinum riðlinum. Fanndís kom inn á sem varamaður fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur á 64. mínútu en sigurmarkið skoraði hún á 79. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður hefur þar með lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslensku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér með því þriðja sætið í riðlinum og um leið leik um fimmta sætið á mótinu. Íslenska liðið þurfti sigur til að hafna ofar en Kína og stelpurnar sýndu það á lokakaflanum að þær ætluðu sér í leikinn um fimmta sætið. ísland mætir þar Danmörku á miðvikudaginn.90. mínúta - Þýskaland vann 4-0 sigur á Svíþjóð í hinum leik riðilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Japan. Célia Okoyino da Mbabi skoraði þrennu og Alexandra Popp innsiglaði sigurinn undir lokin. Sænsku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í leik um þriðja sætið.79. mínúta - Íslensku stelpurnar komast yfir og ætla að tryggja sér leik við Dani um þriðja sætið í mótinu Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði markið. Fanndís skorar af öryggi eftir stungusendingu frá Hólmfríði en tveimur mínútum áður hafði Harpa átt hælspyrnu, eftir hornspyrnu, sem bjargað var á marklínu.75. mínúta - Liðið sem hafnar í þriðja sæti í A riðli mætir Dönum í leik um 5. sætið en Kína nægir jafntefli til þess að tryggja sér þriðja sætið. Liðin sem hafna í neðstu sætunum í A og B riðli leika við tvær efstu þjóðirnar í C riðli um sæti og eins og er stefnir í það að það verði hlutskipti íslenska liðsins.68. mínúta - Sigurður Ragnar hefur gert tvær breytingar á stuttum tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom inn fyrir Gretu Mjöll á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Margrét Lára Viðarsdóttir út og Harpa Þorsteinsdóttir kom inn fyrir hana. Enn heldur tíðindalítið, íslenska liðið fékk 3 hornspyrnu á fjögurra mínútna kafla en þær sköpuðu ekki teljandi hættu.64. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að innsigla þrennu sína og svo gott sem tryggja Þjóðverjum sigur á Svíum í hinum leik riðilsins en Þýskaland er 3-0 yfir á móti Svíþjóð þegar tæpur hálftími er eftir.50. mínúta - Fyrsta breytingin hjá íslenska liðinu. Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. Gunnhildur Yrsa kemur inn á miðjuna og Guðný fer aftur í bakvörðinn í stað Rakelar.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Það er markalaust í hálfleik. Á síðustu mínútu hálfleiksins hafnaði boltinn í neti Kínverja eftir hornspyrnu en markið var hinsvegar dæmt af þrátt fyrir mikil mótmæli íslensku leikmannanna. Líklegast að dæmt hafi verið á brot á markverði Kínverja.40. mínúta - Það er enn markalaust í leiknum en íslenska liðið hefur verið heldur hættulegra í sínum sóknaraðgerðum. Kínverjar hafa fengið aðra hornspyrnu og voru rétt í þessu að gera sína þriðju breytingu í fyrri hálfleiknum þannig að mexíkóski dómarinn bætir líklega nokkrum mínútum við í uppbótartíma.30. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi er í miklu stuði því hún er búin að skora sitt annað mark og þær þýsku eru því komnar í 2-0 á móti Svíþjóð. Leikirnir í B-riðli eru líka búnir. Japan vann Bandaríkin 1-0 og Danmörk vann Noreg 1-0. Japanar spila því til úrslita á mótinu á móti væntanlega Þýskalandi ef ekkert breytst í leik Þjóðverja ig Svía.26. mínúta - Margrét Lára Viðarsdóttir á skot úr stöngina úr aukaspyrnu utan af kanti. "Skotfyrgjöf" hennar hafnaði í stönginni áður en Kínverjar náðu að bægja hættunni frá. Tækifærin annars af skornum skammti samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ en mikil barátta er hinsvegar í leiknum og hafa tvær kínverskar stelpur þurft að yfirgefa völlinn.25. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að koma Þýskalandi í 1-0 á móti Svíum með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum.22. mínúta - Leikurinn hjá Íslandi og Kína fer rólega af stað og eftir 20 mínútur hafa engin færi litið dagsins. Ein hornspyrna litið dagsins ljós og var hún kínversk.20. mínúta - Staðan er enn markalaust hjá íslensku stelpunum en heimsmeistarar Japans voru að komast í 1-0 á 83. mínútu á móti Bandaríkjunum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í hinum riðlinum. Danir eru að vinna Norðmenn 1-0 en þessir leikir hófust klukkan 14.00.15. mínúta - Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum alveg eins og í leik Svíþjóðar og Þýskalands sem fer fram á sama tíma. Leikur Svía og Þjóðverja er sýndur beint á Eurosport.Leikurinn er hafinn á Estádio Municipal de Lagos.Fyrir leik - Það styttist í leikinn og íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn. Aðstæður eru sem fyrr hinar ákjósanlegustu en leikið er á sama velli og gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en íslenska liðið tapaði þá naumlega 0-1.Fyrir leik - Leikur Íslands og Kína hefst klukkan 15.30 og á sama tíma spila Þýskaland og Svíþjóð um sigurinn í riðlinum. Efsta sætið í riðlinum kemur liðinu í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Bandaríkjunum eða Japan.Fyrir leik - Sigurvegari leiksins í dag tryggir sér þriðja sætið í A-riðlinum og þar með sæti í leiknum um fimmta sætið á móti annaðhvort Danmörku eða Noregi. Það lið sem endar í 4. sætið leikur við lið úr neðri hluta keppninnar.Fyrir leik - Kína er búið að tapa 0-1 í tveimur fyrstu leikjum sínum í Algarvebikarnum. Þýsku stelpurnar skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á 33. mínútu en sigurmark þeirra sænsku kom ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok.Fyrir leik - Sex leikmenn íslenska liðsins hafa verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum en það eru Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir,Fyrir leik - Íslensku stelpurnar unnu 2-1 sigur á Kína á Algarve í fyrra. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá bæði mörkin eftir að kínverska liðið hafði komist yfir á 21. mínútu. Fyrra mark Margrétar kom beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mikið einstaklingsframtak.Fyrir leik - Guðbjörg Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir voru allar í byrjunarliðinu á móti Svíum en eru núna á bekknum. Fanndís og Mist voru búnar að byrja tvo fyrstu leikina.Fyrir leik - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari gerir alls fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum við Svía á föstudaginn en Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið ásamt systrunum teimur úr Eyjum, Margrét Láru og Elísu.Fyrir leik - Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið og systir hennar Elísa Viðarsdóttir byrjar sinn fyrsta A-landsleik. Þetta er því í fyrsta sinn sem systurnar úr Eyjum eru saman í byrjunarliði A-landsliðsins og jafnframt í fyrsta sinn sem þær byrja saman alvöru leik.Byrjunarlið Íslands á móti Kína:Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný GísladóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Elísa Viðarsdóttir.Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.Vinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Björk ÓðinsdóttirHægri kantur: Dóra María LárusdóttirSóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið, hafði eins og Kína, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en mætir nú Danmörku í leik um fimmta sætið á miðvikudaginn. Danir unnu 1-0 sigur á Noregi fyrr í dag og tryggði sér með því þriðja sætið í hinum riðlinum. Fanndís kom inn á sem varamaður fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur á 64. mínútu en sigurmarkið skoraði hún á 79. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður hefur þar með lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslensku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér með því þriðja sætið í riðlinum og um leið leik um fimmta sætið á mótinu. Íslenska liðið þurfti sigur til að hafna ofar en Kína og stelpurnar sýndu það á lokakaflanum að þær ætluðu sér í leikinn um fimmta sætið. ísland mætir þar Danmörku á miðvikudaginn.90. mínúta - Þýskaland vann 4-0 sigur á Svíþjóð í hinum leik riðilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Japan. Célia Okoyino da Mbabi skoraði þrennu og Alexandra Popp innsiglaði sigurinn undir lokin. Sænsku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í leik um þriðja sætið.79. mínúta - Íslensku stelpurnar komast yfir og ætla að tryggja sér leik við Dani um þriðja sætið í mótinu Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði markið. Fanndís skorar af öryggi eftir stungusendingu frá Hólmfríði en tveimur mínútum áður hafði Harpa átt hælspyrnu, eftir hornspyrnu, sem bjargað var á marklínu.75. mínúta - Liðið sem hafnar í þriðja sæti í A riðli mætir Dönum í leik um 5. sætið en Kína nægir jafntefli til þess að tryggja sér þriðja sætið. Liðin sem hafna í neðstu sætunum í A og B riðli leika við tvær efstu þjóðirnar í C riðli um sæti og eins og er stefnir í það að það verði hlutskipti íslenska liðsins.68. mínúta - Sigurður Ragnar hefur gert tvær breytingar á stuttum tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom inn fyrir Gretu Mjöll á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Margrét Lára Viðarsdóttir út og Harpa Þorsteinsdóttir kom inn fyrir hana. Enn heldur tíðindalítið, íslenska liðið fékk 3 hornspyrnu á fjögurra mínútna kafla en þær sköpuðu ekki teljandi hættu.64. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að innsigla þrennu sína og svo gott sem tryggja Þjóðverjum sigur á Svíum í hinum leik riðilsins en Þýskaland er 3-0 yfir á móti Svíþjóð þegar tæpur hálftími er eftir.50. mínúta - Fyrsta breytingin hjá íslenska liðinu. Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. Gunnhildur Yrsa kemur inn á miðjuna og Guðný fer aftur í bakvörðinn í stað Rakelar.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Það er markalaust í hálfleik. Á síðustu mínútu hálfleiksins hafnaði boltinn í neti Kínverja eftir hornspyrnu en markið var hinsvegar dæmt af þrátt fyrir mikil mótmæli íslensku leikmannanna. Líklegast að dæmt hafi verið á brot á markverði Kínverja.40. mínúta - Það er enn markalaust í leiknum en íslenska liðið hefur verið heldur hættulegra í sínum sóknaraðgerðum. Kínverjar hafa fengið aðra hornspyrnu og voru rétt í þessu að gera sína þriðju breytingu í fyrri hálfleiknum þannig að mexíkóski dómarinn bætir líklega nokkrum mínútum við í uppbótartíma.30. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi er í miklu stuði því hún er búin að skora sitt annað mark og þær þýsku eru því komnar í 2-0 á móti Svíþjóð. Leikirnir í B-riðli eru líka búnir. Japan vann Bandaríkin 1-0 og Danmörk vann Noreg 1-0. Japanar spila því til úrslita á mótinu á móti væntanlega Þýskalandi ef ekkert breytst í leik Þjóðverja ig Svía.26. mínúta - Margrét Lára Viðarsdóttir á skot úr stöngina úr aukaspyrnu utan af kanti. "Skotfyrgjöf" hennar hafnaði í stönginni áður en Kínverjar náðu að bægja hættunni frá. Tækifærin annars af skornum skammti samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ en mikil barátta er hinsvegar í leiknum og hafa tvær kínverskar stelpur þurft að yfirgefa völlinn.25. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að koma Þýskalandi í 1-0 á móti Svíum með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum.22. mínúta - Leikurinn hjá Íslandi og Kína fer rólega af stað og eftir 20 mínútur hafa engin færi litið dagsins. Ein hornspyrna litið dagsins ljós og var hún kínversk.20. mínúta - Staðan er enn markalaust hjá íslensku stelpunum en heimsmeistarar Japans voru að komast í 1-0 á 83. mínútu á móti Bandaríkjunum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í hinum riðlinum. Danir eru að vinna Norðmenn 1-0 en þessir leikir hófust klukkan 14.00.15. mínúta - Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum alveg eins og í leik Svíþjóðar og Þýskalands sem fer fram á sama tíma. Leikur Svía og Þjóðverja er sýndur beint á Eurosport.Leikurinn er hafinn á Estádio Municipal de Lagos.Fyrir leik - Það styttist í leikinn og íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn. Aðstæður eru sem fyrr hinar ákjósanlegustu en leikið er á sama velli og gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en íslenska liðið tapaði þá naumlega 0-1.Fyrir leik - Leikur Íslands og Kína hefst klukkan 15.30 og á sama tíma spila Þýskaland og Svíþjóð um sigurinn í riðlinum. Efsta sætið í riðlinum kemur liðinu í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Bandaríkjunum eða Japan.Fyrir leik - Sigurvegari leiksins í dag tryggir sér þriðja sætið í A-riðlinum og þar með sæti í leiknum um fimmta sætið á móti annaðhvort Danmörku eða Noregi. Það lið sem endar í 4. sætið leikur við lið úr neðri hluta keppninnar.Fyrir leik - Kína er búið að tapa 0-1 í tveimur fyrstu leikjum sínum í Algarvebikarnum. Þýsku stelpurnar skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á 33. mínútu en sigurmark þeirra sænsku kom ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok.Fyrir leik - Sex leikmenn íslenska liðsins hafa verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum en það eru Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir,Fyrir leik - Íslensku stelpurnar unnu 2-1 sigur á Kína á Algarve í fyrra. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá bæði mörkin eftir að kínverska liðið hafði komist yfir á 21. mínútu. Fyrra mark Margrétar kom beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mikið einstaklingsframtak.Fyrir leik - Guðbjörg Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir voru allar í byrjunarliðinu á móti Svíum en eru núna á bekknum. Fanndís og Mist voru búnar að byrja tvo fyrstu leikina.Fyrir leik - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari gerir alls fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum við Svía á föstudaginn en Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið ásamt systrunum teimur úr Eyjum, Margrét Láru og Elísu.Fyrir leik - Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið og systir hennar Elísa Viðarsdóttir byrjar sinn fyrsta A-landsleik. Þetta er því í fyrsta sinn sem systurnar úr Eyjum eru saman í byrjunarliði A-landsliðsins og jafnframt í fyrsta sinn sem þær byrja saman alvöru leik.Byrjunarlið Íslands á móti Kína:Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný GísladóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Elísa Viðarsdóttir.Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.Vinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Björk ÓðinsdóttirHægri kantur: Dóra María LárusdóttirSóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira