Laxasetur opnar á Blönduós Karl Lúðvíksson skrifar 16. mars 2012 18:10 Gömul mynd úr Víðidalsá sem sýnir vel stórveiðina úr þeirri á. Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið. „Við erum að vinna við uppsetningu sýningar sem verður opnuð í júní í sumar og erum að safna gömlum munum sem tengjast sögu laxveiða," segja þær Kristín og Þuríður. Á sýningunni verða lifandi laxfiskar, kvikmynd um laxfiska og annað það sem tengist lifnaðarháttum og sögu laxfiska og laxveiði á Íslandi í máli og myndum. Stefnt er að því að sýningin dragi að sér veiðimenn, fjölskyldufólk, ferðamenn og áhugafólk um laxveiði. Laxasetur mun koma að ýmsum rannsóknum í samstarfi við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Landssamband veiðifélaga og Þekkingarsetur á Blönduósi. Forsvarsmenn og stofnendur Laxasetur eru Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Hluthafar eru veiðifélög í Húnavatnssýslum, leigutakar, einstaklingar og fyrirtæki. Laxasetur Íslands verður til húsa á Efstubraut 1 á Blönduósi og verður heimasíða þess opnuð innan skamms. Hluthafaskrá er opin og öllum velkomið að gerast hluthafar til 23. júní 2012 Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið. „Við erum að vinna við uppsetningu sýningar sem verður opnuð í júní í sumar og erum að safna gömlum munum sem tengjast sögu laxveiða," segja þær Kristín og Þuríður. Á sýningunni verða lifandi laxfiskar, kvikmynd um laxfiska og annað það sem tengist lifnaðarháttum og sögu laxfiska og laxveiði á Íslandi í máli og myndum. Stefnt er að því að sýningin dragi að sér veiðimenn, fjölskyldufólk, ferðamenn og áhugafólk um laxveiði. Laxasetur mun koma að ýmsum rannsóknum í samstarfi við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Landssamband veiðifélaga og Þekkingarsetur á Blönduósi. Forsvarsmenn og stofnendur Laxasetur eru Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Hluthafar eru veiðifélög í Húnavatnssýslum, leigutakar, einstaklingar og fyrirtæki. Laxasetur Íslands verður til húsa á Efstubraut 1 á Blönduósi og verður heimasíða þess opnuð innan skamms. Hluthafaskrá er opin og öllum velkomið að gerast hluthafar til 23. júní 2012
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði