Borussia Dortmund styrkti stöðu sína á toppi þýsku deildarinnar með fimm marka útisigri á Köln, 6-1.
Milivoje Novakovic kom heimamönnum yfir strax á 13. mínútu og líklega ófáir stuðningsmenn FC Bayern sem fögnuðu markinu. Bæjarar lögðu Hannover í gær og minnkuðu muninn tímabundið í tvö stig.
Liðsmenn Dortmund létu markið ekki slá sig útaf laginu og Lukasz Piszczek jafnaði fyrir hálfleik.
Í síðari hálfleik buðu gestirnir frá Dortmund upp á flugeldasýningu. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Ilkay Gundogan og Ivan Perisic skoruðu sitt markið hver.
Ótrúlegar lokatölur og Dortmund á ný með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.
Markaveisla hjá Dortmund í síðari hálfleik
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
