Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu 22. mars 2012 18:03 'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni. HönnunarMars Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni.
HönnunarMars Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira