Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðina sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina.
Í tilkynningu frá CCP kemur fram að fyrirlesturinn sé í samstarfi við HönnunarMars.
Meðal annars verður farið yfir vægi hönnunar í leikjaheim EVE Online og rætt um hlutverk CSM ráðsins sem er lýðræðislega valið af spilurum EVE Online.
Engin aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og er hann öllum opinn.
