Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2012 23:37 Bubba Watson. Mynd/AP Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. Watson komst í bráðabanann með frábærri spilamennsku á síðustu níu holunum en náði meðal annars að fá fugl á fjórum holum í röð. Louis Oosthuizen og Bubba Watson léku báðir holurnar 72 á tíu höggum undir pari. Það þurfti síðan tvær holur af bráðabana til þess að fá sigurvegara. Bubba Watson og Louis Oosthuizen byrjuðu bráðabanann á 18. holu en ekki tókst að fá út sigurvegara þar þar sem þeir léku hana báðir á pari. Bubba Watson fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en klikkaði þá á stuttu pútti. Watson hafði einnig klikkað á pútti fyrir sigrinum á lokaholunni á hringnum. Þeir fóru næst yfir á tíundu holu þar sem Bubba Watson kom sér í vandræði en náði síðan ótrúlegu höggi úr erfiðri stöðu inn á flöt. Louis Oosthuizen var nálægt því að setja sitt pútt ofan í en tókst það ekki og því mátti Watson tvípútta. Bubba Watson tvípúttaði og tryggði sér sigur á Mastersmótinu. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. Watson komst í bráðabanann með frábærri spilamennsku á síðustu níu holunum en náði meðal annars að fá fugl á fjórum holum í röð. Louis Oosthuizen og Bubba Watson léku báðir holurnar 72 á tíu höggum undir pari. Það þurfti síðan tvær holur af bráðabana til þess að fá sigurvegara. Bubba Watson og Louis Oosthuizen byrjuðu bráðabanann á 18. holu en ekki tókst að fá út sigurvegara þar þar sem þeir léku hana báðir á pari. Bubba Watson fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en klikkaði þá á stuttu pútti. Watson hafði einnig klikkað á pútti fyrir sigrinum á lokaholunni á hringnum. Þeir fóru næst yfir á tíundu holu þar sem Bubba Watson kom sér í vandræði en náði síðan ótrúlegu höggi úr erfiðri stöðu inn á flöt. Louis Oosthuizen var nálægt því að setja sitt pútt ofan í en tókst það ekki og því mátti Watson tvípútta. Bubba Watson tvípúttaði og tryggði sér sigur á Mastersmótinu.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira