NBA: Anthony skoraði 33 stig í góðum sigri New York 19. apríl 2012 09:45 Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. AP Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Amare Stoudemire og Jeremy Lin er ekki til taks hjá New York en þeir eru báðir meiddir. Anthony hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en hann hefur skorað 32,1 stig að meðaltali i apríl. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston í 102-98 sigri liðsins gegn Orlando í Boston. Hann gaf að auki 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. Með sigrinum tryggði Boston sér sigur í Atlantshafsriðlinum en liðið er með 37 sigra og 26 töp þegar liðið á þrjá leiki eftir. Það er ljóst að Boston fær því eitt af fjórum efstu sætunum í úrslitakeppninni í Austurdeildinni og sleppur því við að mæta Chicago eða Miami í fyrstu umferð. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami í 96-72 sigri gegn Toronto. Hann lék ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. James hitti úr 12 af alls 15 skotum sínum utan af velli. Dwyane Wade og Chris Bosh voru ekki með í þessum leik þar sem þeir voru einfaldlega hvíldir fyrir leikinn gegn Chicago sem fram fer í kvöld. Chicago er með besta árangurinn í Austurdeildinni, 47-15 en Miami er með 44-17 í öðru sæti. Taphrina Charlotte Bobcats heldur áfram en liðið tapaði nún gegn Chicago á útivelli 100-68. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, er á góðri leið með að verða lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni. Chicago tryggði sér efsta sætið í Austurdeildinni með sigrinum en liðið lék án þeirra Derrick Rose og Luol Deng. Charlotte hefur tapað 18 leikjum í röð og tapi liðið síðustu fimm deildarleikjunum verður það hlutskipti liðsins að vera lélegasta NBA lið sögunnar. Dallas og Utah er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Þar stendur baráttan á mili Houston, Phoenix, Dallas og Denver. Portland hefur nú þegar misst af lestinni og á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. James Harden setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 109-97 sigri Oklahoma á útivelli gegn Phoenix. Hann hitti úr 5 af alls 8 þriggja stiga skotum sínum en Oklahoma er með næst besta árangur allra liða í Vesturdeildinni. Oklahoma hét áður Seattle og er liðið til alls líklegt í úrslitakeppninni. San Antonio Spurs er þessa stundina í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma. Phoenix er nú í 9. sæti Vesturdeildarinnar aðeins ½ sigri á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti. Andrew Bynum skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og tók 9 fráköst í 99-87 sigri liðsins gegn Golden State Warriors. Pau Gasol var með þrefalda tvennu en hann skoraði 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Kobe Bryant lék ekki með Lakers en hann hefur misst af síðustu 7 leikjum liðsins. Golden State hefur tapað 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Úrslit: New Jersey – New York 95-104 Boston – Orlando 102-98 Miami – Toronto 96-72 Atlanta – Detroit 116-84 Washington – Milwaukee 121-112 Cleveland – Philadelphia 87-103 Memphis – New Orleans 103-91 Chicago – Charlotte 100-68 Dallas – Houston 117-110 Portland – Utah 91-112 Denver – LA Clippers 98-104 Phoenix – Oklahoma 97-109 Sacramento – San Antonio 102-127 Golden State – LA Lakers 87-99 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Amare Stoudemire og Jeremy Lin er ekki til taks hjá New York en þeir eru báðir meiddir. Anthony hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en hann hefur skorað 32,1 stig að meðaltali i apríl. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston í 102-98 sigri liðsins gegn Orlando í Boston. Hann gaf að auki 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. Með sigrinum tryggði Boston sér sigur í Atlantshafsriðlinum en liðið er með 37 sigra og 26 töp þegar liðið á þrjá leiki eftir. Það er ljóst að Boston fær því eitt af fjórum efstu sætunum í úrslitakeppninni í Austurdeildinni og sleppur því við að mæta Chicago eða Miami í fyrstu umferð. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami í 96-72 sigri gegn Toronto. Hann lék ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. James hitti úr 12 af alls 15 skotum sínum utan af velli. Dwyane Wade og Chris Bosh voru ekki með í þessum leik þar sem þeir voru einfaldlega hvíldir fyrir leikinn gegn Chicago sem fram fer í kvöld. Chicago er með besta árangurinn í Austurdeildinni, 47-15 en Miami er með 44-17 í öðru sæti. Taphrina Charlotte Bobcats heldur áfram en liðið tapaði nún gegn Chicago á útivelli 100-68. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, er á góðri leið með að verða lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni. Chicago tryggði sér efsta sætið í Austurdeildinni með sigrinum en liðið lék án þeirra Derrick Rose og Luol Deng. Charlotte hefur tapað 18 leikjum í röð og tapi liðið síðustu fimm deildarleikjunum verður það hlutskipti liðsins að vera lélegasta NBA lið sögunnar. Dallas og Utah er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Þar stendur baráttan á mili Houston, Phoenix, Dallas og Denver. Portland hefur nú þegar misst af lestinni og á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. James Harden setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 109-97 sigri Oklahoma á útivelli gegn Phoenix. Hann hitti úr 5 af alls 8 þriggja stiga skotum sínum en Oklahoma er með næst besta árangur allra liða í Vesturdeildinni. Oklahoma hét áður Seattle og er liðið til alls líklegt í úrslitakeppninni. San Antonio Spurs er þessa stundina í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma. Phoenix er nú í 9. sæti Vesturdeildarinnar aðeins ½ sigri á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti. Andrew Bynum skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og tók 9 fráköst í 99-87 sigri liðsins gegn Golden State Warriors. Pau Gasol var með þrefalda tvennu en hann skoraði 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Kobe Bryant lék ekki með Lakers en hann hefur misst af síðustu 7 leikjum liðsins. Golden State hefur tapað 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Úrslit: New Jersey – New York 95-104 Boston – Orlando 102-98 Miami – Toronto 96-72 Atlanta – Detroit 116-84 Washington – Milwaukee 121-112 Cleveland – Philadelphia 87-103 Memphis – New Orleans 103-91 Chicago – Charlotte 100-68 Dallas – Houston 117-110 Portland – Utah 91-112 Denver – LA Clippers 98-104 Phoenix – Oklahoma 97-109 Sacramento – San Antonio 102-127 Golden State – LA Lakers 87-99
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira