Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2012 15:04 Svavar Vignisson. Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50