Sex Íslandsmet féllu í Laugardalnum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 19:36 Sarah Blake Bateman bætti Íslandsmet í tveimur greinum í dag. Mynd/Vilhelm Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson. Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson.
Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira