Þrjú Íslandsmet féllu í dag | Eygló komin með þrjár ÓL-greinar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 19:31 Eygló Ósk hefur farið á kostum í Laugardalslauginni. Mynd/Vilhelm Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira