Þrjú Íslandsmet féllu í dag | Eygló komin með þrjár ÓL-greinar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 19:31 Eygló Ósk hefur farið á kostum í Laugardalslauginni. Mynd/Vilhelm Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Sund Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
Sund Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira