Fótbolti

AC Milan með fínan sigur á Siena | Úrslit dagsins í ítalska

Stefán Árni Pálsson skrifar
Smá sprell í liðsmönnum AC Milan í dag.
Smá sprell í liðsmönnum AC Milan í dag. Mynd. Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en þar ber helst að nefna stórsigur AC Milan, 4-1, á Siena en leikurinn fór fram á heimavelli Siena.

Antonio Cassano, leikmaður AC Milan, kom gestunum yfir þegar um 25 mínútur voru liðnar af leiknum. Svíinn Zlatan Ibrahimovic kom síðan AC Milan í 2-0 stuttu síðar.

Erjon Bogdani minnkaði muninn fyrir Siena þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum og áttu í raun möguleika á því að jafna metinn. AC Milan setti þá í fimmta gírinn og skoruðu tvö mörk til viðbóta og unnu leikinn 4-1.

Antonio Nocerino og Zlatan Ibrahimovic gerðu sitt markið hvor undir lokin.

Inter Milan vann fínan sigur, 2-1, á Cesena en Joel Obi og Mauro Matías Zárate skoruðu mörk Inter í leiknum.

Juventus er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 77 stig, þremur stigum á undan AC Milan sem er í því öðru. Inter Milan er í fimmta sætinu með 55 stig en tímabilið hefur verið hrein hörmung hjá þeim.

Úrslit dagsins:

Bologna - Genoa 3 - 2

Atalanta - Fiorentina 2 - 0

Inter Milan - Cesena 2 - 1

Lecce - Parma 1 - 2

Novara - Juventus 0 - 4

Siena - AC Milan 1 - 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×