Fótbolti

Berlusconi vill reka þjálfarann og losa sig við leikmenn

Berlusconi verður með niðurskurðarhnífinn á lofti í sumar.
Berlusconi verður með niðurskurðarhnífinn á lofti í sumar.
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er alls ekki nógu sáttur við árangur tímabilsins og er sagður ætla að gera róttækar breytingar á liðinu í sumar.

Samkvæmt Tuttosport þá ætlar Berlusconi að reka þjálfarann, Massimiliano Allegri, og losa helming leikmanna undan samningi.

Svo gæti farið að Milan vinni engan titil á þessari leiktíð og það er eitthvað sem Berlusconi sættir sig afar illa við.

Berlusconi er að sögn ekki mikill aðdáani Allegri þó svo hann hafi leyft honum að stýra liðinu í vetur þar sem Allegri skilaði meistaratitli í fyrra.

Berlusconi vill fækka leikmönnum aðalliðsins en 33 leikmenn eru á launaskrá hjá aðalliðinu. Þeir sem Berlusconi finnst ekki hafa staðið undir væntingum verða seldir eða leystir undan samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×