Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 16:44 Steingrímur Sigfússon segir að málið hafi átt erindi fyrir Landsdóm. Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira