NBA í nótt: Ótrúleg endurkoma Clippers | Rondo ýtti við dómara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2012 09:00 Caron Butler í leiknum í nótt en hann fór síðar meiddur af velli. Mynd/AP Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0) NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0)
NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti