Vaxtaverkir Magnús Halldórsson skrifar 7. maí 2012 13:18 Í byrjun þess árs sem ég útskrifaðist úr grunnskóla, árið 1996, voru Íslendingar 267.958. Sextán árum síðar, þ.e. í byrjun þessa árs, voru íbúar Íslands 319.575. Fjölgunin á sextán árum er 51.617. Þetta finnst mér tiltölulega há tala, sem sýnir ágætlega hversu hratt íslenska þjóðin er að vaxa, þó smáríki sé. Fjölgunin öll á þessum tíma varð í úthverfum Reykjavíkur og í nágrannasveitarfélögum. Frá 2003 og til byrjunar ársins 2008 fjölgaði Íslendingum um 26.988. Fjölgunin var að öllu leyti á höfuðborgarsvæðinu, en að auki hélt fólk áfram að flytja frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Til þess að mæta þessari fjölgun hófu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að skipuleggja ný hverfi og selja byggingarlóðir. Sú nýbreytni var tekin upp að færa kostnað á kaupendur byggingarréttar, þ.e. að setja allan kostnaðinn við uppbyggingu nýrra hverfa, þ.e. allra samgangna, skólabygginga og þess háttar, inn í lóðaverðið. Þannig kostuðu einbýlishúsalóðir tæplega 20 milljónir í nýjum hverfum sums staðar, þar sem öll uppbygging þjónustunnar í nýjum hverfum var lögð beint á lóðakaupendur. Ég veit ekki til þess að eldri hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafi verið byggð upp með þessum hætti. Að auki buðu sveitarfélögin upp það að kaupendur lóða gætu skilað þeim að nokkrum árum liðnum og fengið verðið til baka með verðbótum jafnvel þótt sveitarfélögin væru búin að leggja út kostnað fyrir það fé sem fékkst fyrir lóðirnar. Þetta fyrirkomulag var svo til almennt á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur aldrei almennilega verið fullskýrt hvernig stóð á því þetta ákvæði var inn í sölusamningunum en það hefur valdið skattgreiðendum milljarða tjóni, ekki síst í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu horfðu ekki nægilega til þess hvað nágrannar þeirra væru að gera þegar kæmi að uppbyggingu, því varð úr á nokkurra ára tímabili að alltof mikið var byggt af húsnæði. Á þetta var bent í nýlegri rannsókn á vegum Seðlabanka Íslands. Það hefur oft verið rætt um ábyrgð á hinu og þessu þegar kemur að hruni fjármálakerfisins og krónunnar, eðlilega. Sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu, þvert á flokka, hafa svo til sloppið við þessa umræðu og forðast það sem heitan eldinn að ræða um þessar ævintýralega vitlausu ákvarðanir, sem lögðu góðan grunn fyrir myndun fasteignabólunnar sem síðan sprakk með látum. Líklega má kalla þetta vaxtaverki sem hefði mátt koma í veg fyrir með skynsamri nálgun í skipulagsmálum og samvinnu á sveitarstjórnarstiginu, á svæði sem er sama þjónustusvæðið (Getur verið að höfuðborgarsvæðið sé í reynd orðið að einu sveitarfélagi - þar sem fólk sækir vinnu og þjónustu þvert á bæjarmörk í vaxandi mæli - án þess að sveitarstjórnarmenn á svæðinu átti sig á því?). Það hefði leitt til minni vandamála fyrir almenning. Vonandi verður gripið til aðgerða sem tryggja að þessi hagstjórnarmistök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði ekki gerð aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Í byrjun þess árs sem ég útskrifaðist úr grunnskóla, árið 1996, voru Íslendingar 267.958. Sextán árum síðar, þ.e. í byrjun þessa árs, voru íbúar Íslands 319.575. Fjölgunin á sextán árum er 51.617. Þetta finnst mér tiltölulega há tala, sem sýnir ágætlega hversu hratt íslenska þjóðin er að vaxa, þó smáríki sé. Fjölgunin öll á þessum tíma varð í úthverfum Reykjavíkur og í nágrannasveitarfélögum. Frá 2003 og til byrjunar ársins 2008 fjölgaði Íslendingum um 26.988. Fjölgunin var að öllu leyti á höfuðborgarsvæðinu, en að auki hélt fólk áfram að flytja frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Til þess að mæta þessari fjölgun hófu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að skipuleggja ný hverfi og selja byggingarlóðir. Sú nýbreytni var tekin upp að færa kostnað á kaupendur byggingarréttar, þ.e. að setja allan kostnaðinn við uppbyggingu nýrra hverfa, þ.e. allra samgangna, skólabygginga og þess háttar, inn í lóðaverðið. Þannig kostuðu einbýlishúsalóðir tæplega 20 milljónir í nýjum hverfum sums staðar, þar sem öll uppbygging þjónustunnar í nýjum hverfum var lögð beint á lóðakaupendur. Ég veit ekki til þess að eldri hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafi verið byggð upp með þessum hætti. Að auki buðu sveitarfélögin upp það að kaupendur lóða gætu skilað þeim að nokkrum árum liðnum og fengið verðið til baka með verðbótum jafnvel þótt sveitarfélögin væru búin að leggja út kostnað fyrir það fé sem fékkst fyrir lóðirnar. Þetta fyrirkomulag var svo til almennt á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur aldrei almennilega verið fullskýrt hvernig stóð á því þetta ákvæði var inn í sölusamningunum en það hefur valdið skattgreiðendum milljarða tjóni, ekki síst í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu horfðu ekki nægilega til þess hvað nágrannar þeirra væru að gera þegar kæmi að uppbyggingu, því varð úr á nokkurra ára tímabili að alltof mikið var byggt af húsnæði. Á þetta var bent í nýlegri rannsókn á vegum Seðlabanka Íslands. Það hefur oft verið rætt um ábyrgð á hinu og þessu þegar kemur að hruni fjármálakerfisins og krónunnar, eðlilega. Sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu, þvert á flokka, hafa svo til sloppið við þessa umræðu og forðast það sem heitan eldinn að ræða um þessar ævintýralega vitlausu ákvarðanir, sem lögðu góðan grunn fyrir myndun fasteignabólunnar sem síðan sprakk með látum. Líklega má kalla þetta vaxtaverki sem hefði mátt koma í veg fyrir með skynsamri nálgun í skipulagsmálum og samvinnu á sveitarstjórnarstiginu, á svæði sem er sama þjónustusvæðið (Getur verið að höfuðborgarsvæðið sé í reynd orðið að einu sveitarfélagi - þar sem fólk sækir vinnu og þjónustu þvert á bæjarmörk í vaxandi mæli - án þess að sveitarstjórnarmenn á svæðinu átti sig á því?). Það hefði leitt til minni vandamála fyrir almenning. Vonandi verður gripið til aðgerða sem tryggja að þessi hagstjórnarmistök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði ekki gerð aftur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun