Fótbolti

Juventus tapaði stigum á heimavelli | AC Milan minnkaði forskotið

Sulley Muntari skoraði fyrsta markið fyrir AC Milan á 9. mínútu og Robinho tryggði sigurinn með marki á lokamínútu leiksins.
Sulley Muntari skoraði fyrsta markið fyrir AC Milan á 9. mínútu og Robinho tryggði sigurinn með marki á lokamínútu leiksins. AFP
Toppbaráttan í ítalska fótboltanum harðnaði enn frekar í kvöld þegar Andrea Bertolacci náði að jafna metin fyrir Lecce á 85. mínútu gegn toppliði Juventus á útivelli. Á sama tíma landaði AC Milan 2-0 sigri á heimavelli gegn Atalanta. Juventus er með 78 stig í efsta sæti deildarinnar en AC Milan er einu stigi á eftir þegar tvær umferðir eru eftir.

Sulley Muntari skoraði fyrsta markið fyrir AC Milan á 9. mínútu og Robinho tryggði sigurinn með marki á lokamínútu leiksins.

Juventus leikur næst gegn Cagliari á útivelli og AC Milan fær verðugt verkefni gegn Inter í borgarslagnum í Mílanó.

Í lokaumferðinni leikur Juventus á heimavelli gegn Atalanta, og Milan leikur á heimavelli gegn Nova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×