Helgarmaturinn - Nautalundir að hætti Nínu Bjarkar 18. maí 2012 15:15 Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari býr í Lúxemborg með fjölskyldu sinni. Hún nýtur þess að elda góðan mat og býður hér upp á dýrindis uppskrift fyrir helgina.Nautalundir í litlum sneiðum með súkkíni og blaðsalati.600 g nautalundir, skornar í 1 cm þykkar sneiðar1-2 súkkíni, skorið í sneiðar1 lítið eggaldin, skorið í sneiðar1 höfuð eikarlauf, skolað vel í ísköldu vatni og þerrað1 dl kryddaðar ítalskar ólífur4 msk. þurrristaðar furuhnetur2 msk. nýrifnar flögur af parmesan-osti1 1/2 dl jómfrúarólífuolía1 msk. balsamík-edik1 búnt ferskt basilika2 hvítlauksgeirar1 tsk. rifinn sítrónubörkursalt og svartur pipar úr kvörn.Aðferð Steikið nautalundarsneiðarnar eldsnöggt á rifflaðari pönnu eða útigrilli. Saltið og piprið. Veltið súkkíní og eggaldinsneiðunum upp úr jómfrúarolíu og steikið á sama hátt og saltið og piprið. Rífið niður eikarlaufsalatið og látið í skál. Takið fjórar matskeiðar af jómfrúarolíu og hrærið saman við eina matskeið af balsamíkó-edikinu. Saltið og piprið. Hellið þessu yfir salatblöðin og blandið vel saman. Látið salatið á miðjan disk eða á fat. Raðið litlu nautasteikunum og súkkíní-bitunum umhverfis salatið. Setjið ólífur meðfram og á salatið. Látið sólþurrkuðu tómatana yfir. Stráið þurrristuðum furuhnetunum yfir salatið. Látið basílíkublöðin, hvítlauksgeirana og sítrónubörkinn í kvörnina á litlu „töfrasprotamatarvinnsluvélinni" og hakkið fínt. Hellið afganginum af jómfrúarólífuolíunni saman við og saltið og piprið eftir smekk. Skvettið þessu fallega yfir litlu steikurnar, súkkíníið og eggaldinið og látið að síðustu nýrifnar parmesanflögur yfir allt. Borið fram með brauði. Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari býr í Lúxemborg með fjölskyldu sinni. Hún nýtur þess að elda góðan mat og býður hér upp á dýrindis uppskrift fyrir helgina.Nautalundir í litlum sneiðum með súkkíni og blaðsalati.600 g nautalundir, skornar í 1 cm þykkar sneiðar1-2 súkkíni, skorið í sneiðar1 lítið eggaldin, skorið í sneiðar1 höfuð eikarlauf, skolað vel í ísköldu vatni og þerrað1 dl kryddaðar ítalskar ólífur4 msk. þurrristaðar furuhnetur2 msk. nýrifnar flögur af parmesan-osti1 1/2 dl jómfrúarólífuolía1 msk. balsamík-edik1 búnt ferskt basilika2 hvítlauksgeirar1 tsk. rifinn sítrónubörkursalt og svartur pipar úr kvörn.Aðferð Steikið nautalundarsneiðarnar eldsnöggt á rifflaðari pönnu eða útigrilli. Saltið og piprið. Veltið súkkíní og eggaldinsneiðunum upp úr jómfrúarolíu og steikið á sama hátt og saltið og piprið. Rífið niður eikarlaufsalatið og látið í skál. Takið fjórar matskeiðar af jómfrúarolíu og hrærið saman við eina matskeið af balsamíkó-edikinu. Saltið og piprið. Hellið þessu yfir salatblöðin og blandið vel saman. Látið salatið á miðjan disk eða á fat. Raðið litlu nautasteikunum og súkkíní-bitunum umhverfis salatið. Setjið ólífur meðfram og á salatið. Látið sólþurrkuðu tómatana yfir. Stráið þurrristuðum furuhnetunum yfir salatið. Látið basílíkublöðin, hvítlauksgeirana og sítrónubörkinn í kvörnina á litlu „töfrasprotamatarvinnsluvélinni" og hakkið fínt. Hellið afganginum af jómfrúarólífuolíunni saman við og saltið og piprið eftir smekk. Skvettið þessu fallega yfir litlu steikurnar, súkkíníið og eggaldinið og látið að síðustu nýrifnar parmesanflögur yfir allt. Borið fram með brauði.
Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira