Það verður ekkert af því að Amir Khan og Lamont Peterson mætist að nýju í hringnum þann 19. maí. Peterson gerði sér nefnilega lítið fyrir og féll á lyfjaprófi.
"Þetta er gríðarlega svekkjandi því ég ætlaði að hefna mín," sagði Bretinn Khan en hann tapaði síðast fyrir Peterson.
"Það ætti í það minnsta að gefa mér beltin út af þessu. Þetta er líka svekkjandi fyrir stuðningsmennina enda ætluðu um 5.000 manns að ferðast til Las Vegas og hvetja mig."
Ekki er ljóst hver næstu skref Khan verða en hann er aðalstjarna breskra hnefaleika.
Enginn bardagi hjá Khan | Peterson féll á lyfjaprófi

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn