Umfjöllun: Tvö glæsimörk tryggðu Stjörnukonum sigur á Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2012 22:09 Mynd/Daníel Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld 2-1 sigur á bikarmeisturum Vals í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og en Valskonur töpuðu stigum annan leikinn í röð. Valskonur byrjuðu leikinn á Hlíðarenda betur í kvöld en gekk illa að brjóta vörn Stjörnukvenna á bak aftur. Gestirnir leyfðu Valskonum að koma með boltann óáreittar upp að miðju en mættu þeim þar af hörku og lokuðu sendingarmöguleikum. Stjörnukonur voru beittar fram á við þegar þær unnu boltann. Harpa Þorsteinsdóttir var nálægt því að koma þeim yfir eftir um hálftímaleik þegar Brett Maron, markvörður Vals, varði langskot hennar með tilþrifum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 32. mínútu. Þá fékk Ashley Bares boltann með varnarmann Vals í bakinu rétt utan vítateigs Valskvenna. Bares sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og bylmingsskot hennar með vinstri fæti hafnaði efst í markhorni Vals. Óverjandi fyrir Maron í marki Vals og gestirnir fögnuðu að vonum vel. Í kjölfarið sóttu Valskonur í sig veðrið og fengu þrjú dauðafæri á innan við mínútu undir lok hálfleiksins. Fyrst varði Sandra Sigurðardóttir frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem slapp ein í gegn. Svava fékk boltann aftur en reyndi sendingu í stað skots og sóknin rann út í sandinn. Andartökum síðar fékk Dóra María Lárusdóttir boltann í algjöru dauðafæri á vítateig Stjörnunnar. Sandra var þá illa staðsett og Dóra María hafði því sem næst opið mark fyrir framan sig. Landsliðskonan valdi kraft fram yfir nákvæmni og skot hennar fór vel framhjá markinu og gestirnir gátu andað léttar. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, skipti Telmu Hjaltalín Þrastardóttur inn á í hálfleik og greinilegt að blása átti til sóknar. Valskonur lágu á gestunum í upphafi hálfleiksins en gleymdu sér augnablik á 48. mínútu sem reyndist þeim dýrkeypt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og einn besti maður vallarins, sendi þá fallegan bolta fyrir markið frá hægri. Á fjærstöng var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Tveggja marka forysta og köld vatnsgusa í andlit Valskvenna sem gáfust þó ekki upp. Dóra María sendi þá boltann úr aukaspyrnu af löngu færi inn á teig Stjörnunnar þar sem Mist Edvardsdóttir var á auðum sjó og skallaði boltann fallega í fjærhornið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn galopinn á ný. Valskonum tókst í tvígang að opna vörn Stjörnukvenna á þeim tíma sem eftir lifði en í bæði skiptin brást þeim bogalistin í góðu færi. Fyrst lagði varamaðurinn Rakel Logadóttir boltann út í teiginn á Telmu Hjaltalín sem mokaði boltanum yfir markið úr góðu færi. Í síðara skiptið barst boltinn út í teiginn þar sem fyrirliðinn Dóra María var í góðu færi en Stjörnukonur komust fyrir skot hennar á síðustu stundu og björguðu marki. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mist svo rekin af velli fyrir að halda aftur af Ashley Bares sem var við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur og í kjölfarið fjaraði leikurinn út. Leikplan Stjörnunnar virtist ganga fullkomlega upp í kvöld. Liðið lá tilbaka, lokaði öllum leiðum heimamanna í átt að marki sínu og sóttu hratt þegar færi gafst. Liðið hefur unnið þrjá sigra í röð eftir tapið gegn Þór/KA í 1. umferð og glatt á hjalla í Garðabæ. Valskonur voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við tap. Þær hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa verður í huga að tveir leikjanna voru á erfiðum útivöllum (Akureyri og Vestmannaeyjum) auk stórleiksins í kvöld. Rakel Logadóttir átti ágæta innkomu í lið Vals í kvöld og mun styrkja liðið. Ekkert annað en sigur kemur til greina þegar liðið sækir KR heim í á mánudagskvöldið. Ljóst er að liðið verður án Mistar í þeim leik og óvíst um þátttöku Hildar Antonsdóttur sem fór meidd af velli um miðjan síðari hálfleik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld 2-1 sigur á bikarmeisturum Vals í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og en Valskonur töpuðu stigum annan leikinn í röð. Valskonur byrjuðu leikinn á Hlíðarenda betur í kvöld en gekk illa að brjóta vörn Stjörnukvenna á bak aftur. Gestirnir leyfðu Valskonum að koma með boltann óáreittar upp að miðju en mættu þeim þar af hörku og lokuðu sendingarmöguleikum. Stjörnukonur voru beittar fram á við þegar þær unnu boltann. Harpa Þorsteinsdóttir var nálægt því að koma þeim yfir eftir um hálftímaleik þegar Brett Maron, markvörður Vals, varði langskot hennar með tilþrifum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 32. mínútu. Þá fékk Ashley Bares boltann með varnarmann Vals í bakinu rétt utan vítateigs Valskvenna. Bares sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og bylmingsskot hennar með vinstri fæti hafnaði efst í markhorni Vals. Óverjandi fyrir Maron í marki Vals og gestirnir fögnuðu að vonum vel. Í kjölfarið sóttu Valskonur í sig veðrið og fengu þrjú dauðafæri á innan við mínútu undir lok hálfleiksins. Fyrst varði Sandra Sigurðardóttir frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem slapp ein í gegn. Svava fékk boltann aftur en reyndi sendingu í stað skots og sóknin rann út í sandinn. Andartökum síðar fékk Dóra María Lárusdóttir boltann í algjöru dauðafæri á vítateig Stjörnunnar. Sandra var þá illa staðsett og Dóra María hafði því sem næst opið mark fyrir framan sig. Landsliðskonan valdi kraft fram yfir nákvæmni og skot hennar fór vel framhjá markinu og gestirnir gátu andað léttar. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, skipti Telmu Hjaltalín Þrastardóttur inn á í hálfleik og greinilegt að blása átti til sóknar. Valskonur lágu á gestunum í upphafi hálfleiksins en gleymdu sér augnablik á 48. mínútu sem reyndist þeim dýrkeypt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og einn besti maður vallarins, sendi þá fallegan bolta fyrir markið frá hægri. Á fjærstöng var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Tveggja marka forysta og köld vatnsgusa í andlit Valskvenna sem gáfust þó ekki upp. Dóra María sendi þá boltann úr aukaspyrnu af löngu færi inn á teig Stjörnunnar þar sem Mist Edvardsdóttir var á auðum sjó og skallaði boltann fallega í fjærhornið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn galopinn á ný. Valskonum tókst í tvígang að opna vörn Stjörnukvenna á þeim tíma sem eftir lifði en í bæði skiptin brást þeim bogalistin í góðu færi. Fyrst lagði varamaðurinn Rakel Logadóttir boltann út í teiginn á Telmu Hjaltalín sem mokaði boltanum yfir markið úr góðu færi. Í síðara skiptið barst boltinn út í teiginn þar sem fyrirliðinn Dóra María var í góðu færi en Stjörnukonur komust fyrir skot hennar á síðustu stundu og björguðu marki. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mist svo rekin af velli fyrir að halda aftur af Ashley Bares sem var við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur og í kjölfarið fjaraði leikurinn út. Leikplan Stjörnunnar virtist ganga fullkomlega upp í kvöld. Liðið lá tilbaka, lokaði öllum leiðum heimamanna í átt að marki sínu og sóttu hratt þegar færi gafst. Liðið hefur unnið þrjá sigra í röð eftir tapið gegn Þór/KA í 1. umferð og glatt á hjalla í Garðabæ. Valskonur voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við tap. Þær hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa verður í huga að tveir leikjanna voru á erfiðum útivöllum (Akureyri og Vestmannaeyjum) auk stórleiksins í kvöld. Rakel Logadóttir átti ágæta innkomu í lið Vals í kvöld og mun styrkja liðið. Ekkert annað en sigur kemur til greina þegar liðið sækir KR heim í á mánudagskvöldið. Ljóst er að liðið verður án Mistar í þeim leik og óvíst um þátttöku Hildar Antonsdóttur sem fór meidd af velli um miðjan síðari hálfleik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira