Krugman: Evran var mistök Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2012 12:00 Paul Krugman er einn af virtustu hagfræðingum í heimi, en hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2008. Hann var meðal gesta á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS í Hörpu í nóvember sl. Krugman hefur skrifað fasta pistla í New York Times frá árinu 1999. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira