Innlent

Björk fékk Webby verðlaunin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Björk Guðmundsdóttur voru veitt Webby verðlaunin í vikunni í flokknum listamaður ársins. Webby verðlaunin er árlegur viðburður og í ár eru 16 ár liðin frá því að Webby verðlaunin voru stofnuð. Verðlaunin eru veitt framúrskarandi árangri tengdum internetinu. Þau eru framsett af The International Academy of Digital Arts and Sciences, en meðlimir eru einstaklingar á sviði tækni og viðskipta og eru einhver helsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum á því sviði.

Í umsögn frá Webby-verðlaununum segir um Björk:

„Webby verðlaununum er það mikill heiður að heiðra Björk, sem Webby-listamann ársins og viðurkenningu fyrir plötu hennar Biophilia, fyrsta app-platan sem gefin er út í heiminum. Björk hefur tekið tækni samtímans opnum örmum og þannig skapað nýja leið til að dreifa tónlist sinni. Björk býr til brú á milli veraldarvefsins og tónlistarinnar á einstakan og framsækin hátt. Hugvitssemi Bjarkar varandi stafræna dreifingu sýnir ekki aðeins innsýni hennar í þá mjögleika, sem veraldarvefurinn býður upp á og lýðræðisleg lögmál hans, Björk hefur breytt því hverning aðdáendur og netneytendur upplifa tónlist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×