Sundkappinn Sindri Þór Jakobsson á nú gildandi met í 200 m flugsundi í tveimur löndum eftir að hann bætti það norska á EM í Ungverjalandi.
Sindri Þór gerðist norskur ríkisborgari árið 2010 þar sem að honum þótti ferli sínum betur borgið í höndum norska sundsambandsins. Hann er þó alíslenskur - fæddur á Akranesi og á íslenska foreldra.
Sindri, sem er 20 ára gamall, synti vegalengdina á 2:00,96 mínútum og bætti norska metið um 24 hundraðshluta úr sekúndu.
Hann hefði líka bætt íslenska metið með þessum tíma en það setti hann á EM ungmenna í Prag árið 2009. Íslandsmet hans upp á 2:02,97 mínútur stendur því óhaggað.
Sindri var grátlega nálægt því að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum en honum vantaði aðeins einn hundraðshluta úr sekúndu upp á. Hann hafnaði í 22. sæti í greininni.
Sindri bætti norska metið í 200 m flugsundi | Á líka íslenska metið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn