Sport

Jakob Jóhann dæmdur úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Jakob Jóhann Sveinsson var dæmdur úr leik í 100 m bringsundi á EM í Ungverjalandi í morgun. Hann hefur þar með lokið keppni í mótinu.

Hann náði ekki svokölluðu OQT-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í sumar (gamla A-lágmarkið) í hvorki 100 né 200 m bringusundi eins og vonir stóðu til um.

Jakob keppti í síðasta riðli undanrásanna og var á áttundu braut. Hann var talsvert á eftir öðrum keppendum í riðlinum og virtist nokkuð frá sínum besta tíma.

Hann fær annað tækifæri til að ná Ólympíulágmarkinu á mótaröð á Spáni og Frakklandi í byrjun júní. Hann hefur þegar náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í báðum greinum.

Uppfært 09.00: Að sögn Sundsambands Íslands var Jakob Jóhann dæmdur úr leik fyrir að taka svokallað höfrungaspark of snemma í sundinu, sem stangast á við reglur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×