Sport

Eva náði B-lágmarki fyrir London

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir á Íslandsmetið í 100 m skriðsundi.
Ragnheiður Ragnarsdóttir á Íslandsmetið í 100 m skriðsundi. Nordic Photos / Getty Images
Eva Hannesdóttir, sundkona úr KR, bætti sinn besta árangur í 100 m skriðsundi á EM í sundi í morgun.

Eva synti á 56,42 sekúndum og náði þar með svokölluðu OST-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar. Því má líkja við gamla B-lágmarkið en það dugar henni ekki öruggan farseðil til Lundúna. OST-lágmarkið í greininni er 56,48 sekúndur en OQT-lágmarkið (gamla A-lágmarkið) 54,57 sekúndur.

Hún er þó komin á lista hjá FINA, Alþjóðasundsambandinu, með árangrinum og gæti því fengið úthlutað sæti í Lundúnum þegar það verður gert um miðjan næsta mánuð.

Alls kepptu fjórar íslenskar sundkonur í greininni í morgun. Eva hafnaði í 30. sæti en næst kom Sarah Blake Bateman á 57,03 sekúndum sem skilaði henni í 36. sæti.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, Íslandsmethafi í greininni, varð í 40. sæti á 57,25 sæti sem er rúmri sekúndu frá þriggja ára gömlu meti hennar.

Þá varð Ingibjörk Kristín Jónsdóttir, SH, í 55. sæti á 59,58 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×