Sport

Hrafnhildur náði 3. sætinu í 100 metra bringu í Mónakó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Eyþór
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði besta árangri íslenska sundfólksins á fyrri degi sundmóts í Mónakó en mótið er hluti af Mare Nostum mótaröðinni og eru íslenska sundfólkið að reyna að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í London. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í þriðja sæti í 100 metra bringusundi en Eygló Ósk Gústafsdóttir setti stúlknamet í 100 metra flusundi í undanrásunum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í þriðja sæti í 100 metra bringusundi en hún var aðeins tveimur hundraðshlutum frá Íslandsmetinu sem hún setti á EM í maí. Hrafnhildur synti á tímanum 1.09.68 mínútum en Ólympíulágmarkið er 1.08.49 mínúur og OST-tíminn er 1.10.89 mínútur.

Anton Sveinn McKee varð sjötti í 400 metra skriðsundi á tímanum 3.59.69 mínútur en hann og Örn Arnarsson eiga metið sem er 3.56.91 mínúur. Ólympíulágmarkið er 3.48.92 mínútur og OST tíminn er 3.54.13 mínútur.

Eygló Ósk Gústafsdóttir var rétt við stúlknametið í 100 metra flugsundi sem hún setti í morgun þegar hún synti á 1.03.68 mínútum (Stúlknametið í morgun var 1.03.46 mínútur). Íslandsmetið á Sarah Blake Bateman (sett á ÍM 50 2012) en það er 59.93 sekúndur. Ólympíulágmarkið er 58.70 sekúndur og OST tíminn er 1.00.75 mínúta.

Árni Már Árnason synti 50 metra skriðsund á tímanum 23.31 sekúndur en Íslandsmetið hans er 22.35 sekúndur. Ólympíulágmarkið er 22.11 sekúndur og OST tíminn er 22.88 sekúndur.

Ragnheiður Rarnarsdóttir synti 50 metra skriðsund á tímanum 26.72 sekúndur en þar á Sarah Blake Bateman Íslandsmetið sem hún setti á EM (25.24 sekúndur sem er undir Ólympíulágmarkinu). Ólympíulágmarkið er 25.27 sekúndur og OST tíminn er 26.15 sekúndur.

Inga Elin Cryer synti 200 metra skriðsund á tímanum 2.05.54 mínútur en Íslandsmetið er 2.03.08 mínútur og það á Eygló Ósk Gústafsdóttir. Ólympíulágmarkið er 1.58.33 mínútur og OST tíminn er 2.02.47 mínútur.

Mótið heldur áfram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×