Eitthvað fyrir alla hjá Veiðiskóla SVAK 7. júní 2012 15:26 Kennt er á einhendu, tvíhendu auk þess sem ungt fólk fær sérstaka kennslu í veiðikúnstum. SVAK Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Í fyrra var metþátttaka og komu á annað hundrað manns á námskeið á vegum veiðiskólans en þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt öll fjögur árin sem skólinn hefur verið haldinn. Í sumar verða fimm námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum yfir sumarið eftir þörfum. Þegar er búið að teikna upp 25 námskeið, en skólinn hefur á sínum snærum sjö kennara sem allir eru þaulreyndir veiðimenn. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru námskeið fyrir unglinga, veiði- og kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu auk námskeiðs þar sem kennt er að veiða með tvíhendu. Þá er boðið uppá námskeiðið „Lærðu á ána" þar sem boðið er uppá veiði í ám í Eyjafirði með vönum veiðimönnum. Allar frekari upplýsingar um veiðiskóla SVAK finnur þú hér: svak.is. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Í fyrra var metþátttaka og komu á annað hundrað manns á námskeið á vegum veiðiskólans en þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt öll fjögur árin sem skólinn hefur verið haldinn. Í sumar verða fimm námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum yfir sumarið eftir þörfum. Þegar er búið að teikna upp 25 námskeið, en skólinn hefur á sínum snærum sjö kennara sem allir eru þaulreyndir veiðimenn. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru námskeið fyrir unglinga, veiði- og kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu auk námskeiðs þar sem kennt er að veiða með tvíhendu. Þá er boðið uppá námskeiðið „Lærðu á ána" þar sem boðið er uppá veiði í ám í Eyjafirði með vönum veiðimönnum. Allar frekari upplýsingar um veiðiskóla SVAK finnur þú hér: svak.is.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði