Ólafur Ragnar segist víst styðja réttindabaráttu samkynhneigðra 7. júní 2012 10:25 Myndin er úr safni. „Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum," skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði: Á síðustu árum hafa samkynhneigðir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttunni fyrir jafnrétti og mannréttindum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson mætti aldrei á viðburði þar sem þessum sigrum var fagnað. Forseti Íslands lét ekki svo lítið að svara erindum frá Samtökunum '78 þar sem honum var boðið að taka þátt. Ekki í eitt einasta skipti. Mætti aldrei, svaraði aldrei." Í svari Ólafs Ragnars segir að forsetaskrifstofan haldi ekki skrá um beiðnir sem ekki er unnt að sinna af ýmsum orsökum, t.d. vegna tímaskorts, annarra skuldbindinga eða fjarveru forseta. Þá er heldur ekki haldin skrá um þá viðburði sem forseti getur ekki sótt af sömu ástæðum. Svo segir í svari Ólafs Ragnars: „Forseti hefur ávallt stutt baráttu samkynhneigðra og lagt henni lið á ýmsan hátt. Hann hefur m.a. rætt við erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið til kynna sér margháttaðan árangur Íslendinga á þessu sviði." Hægt er að lesa svar Ólafs Ragnars í heild sinni á Facebook síðu hans. Þá er hægt að lesa grein Smugunnar hér. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
„Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum," skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði: Á síðustu árum hafa samkynhneigðir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttunni fyrir jafnrétti og mannréttindum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson mætti aldrei á viðburði þar sem þessum sigrum var fagnað. Forseti Íslands lét ekki svo lítið að svara erindum frá Samtökunum '78 þar sem honum var boðið að taka þátt. Ekki í eitt einasta skipti. Mætti aldrei, svaraði aldrei." Í svari Ólafs Ragnars segir að forsetaskrifstofan haldi ekki skrá um beiðnir sem ekki er unnt að sinna af ýmsum orsökum, t.d. vegna tímaskorts, annarra skuldbindinga eða fjarveru forseta. Þá er heldur ekki haldin skrá um þá viðburði sem forseti getur ekki sótt af sömu ástæðum. Svo segir í svari Ólafs Ragnars: „Forseti hefur ávallt stutt baráttu samkynhneigðra og lagt henni lið á ýmsan hátt. Hann hefur m.a. rætt við erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið til kynna sér margháttaðan árangur Íslendinga á þessu sviði." Hægt er að lesa svar Ólafs Ragnars í heild sinni á Facebook síðu hans. Þá er hægt að lesa grein Smugunnar hér.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira