Sport

Árni Már tvíbætti Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Már.
Árni Már.
Árni Már Árnason úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar bætti Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi í tvígang á sundmóti í Frakklandi í dag.

Árni Már bætti sinn besta tíma í greininni um 28/100 úr sekúndu. Í morgun synti hann á 22:69 sekúndum og svo 22:53 sekúndum seinni partinn. Besti tími Árna Más til þessa var 22:81 frá því á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

OQT Ólympíulágmarkið í greininni er 22:11 sekúndur.

Fjölmargir íslenskir keppendur keppa í Frakklandi en mótið er hluti af Mare Nostrum sundmótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×