Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2012 09:13 Paul Pierce fagnar í Miami í nótt. Nordic Photos/Getty Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira