Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:27 Mikil stemmning var við Norðurá í morgun enda fjöldi fólks kominn til að fylgjast með opnuninni þar á meðal fjölmiðlar. Mynd / Trausti Hafliðason Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði