Ármann úr Who Knew flytur Folding Nicely í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. júní 2012 12:27 Ármann fór á kostum í Vasadiskó á sunnudaginn. Á sunnudaginn var mætti söngvarinn Ármann Ingvi Ármannsson í útvarpsþáttinn Vasadiskó. Í liðnum "selebb shuffle" hefur þátturinn hingað til tekið á móti gestum og vasadiskóum þeirra sem hafa svo verið látin renna áfram á "shuffle" á meðan þáttarstjórnandi og gestur spjalla. En auk þess að mæta með mp3-spilarann sinn mætti Ármann vopnaður kassagítar á bakinu. Þáttastjórnandi kunni ekki við annað en að hleypa honum í loftið og flutti Ármann lagið "Folding Nicely" með stakri prýði, líkt og heyra má hér fyrir ofan eða á útvarpssíðu Vísis. Lagið verður að finna á fyrstu sólóplötu kappans sem er í smíðum. En það mun vera ein af þremur plötum sem Ármann vinnur að um þessar mundir. Hljómsveit hans Who Knew? er við lagasmíðar á annarri breiðskífu sinni en einnig hefur hann lokið við upptökur á rafrænu hliðarverkefni sveitarinnar er heitir Launch.Vasadiskó er á dagskrá X977 á sunnudögum á milli 15 - 17. Fylgist með á Fésbókinni. Upptökur af þættinum og eldri þáttum Vasadiskó má síðan finna á slóðinni visir.is/vasadisko. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á sunnudaginn var mætti söngvarinn Ármann Ingvi Ármannsson í útvarpsþáttinn Vasadiskó. Í liðnum "selebb shuffle" hefur þátturinn hingað til tekið á móti gestum og vasadiskóum þeirra sem hafa svo verið látin renna áfram á "shuffle" á meðan þáttarstjórnandi og gestur spjalla. En auk þess að mæta með mp3-spilarann sinn mætti Ármann vopnaður kassagítar á bakinu. Þáttastjórnandi kunni ekki við annað en að hleypa honum í loftið og flutti Ármann lagið "Folding Nicely" með stakri prýði, líkt og heyra má hér fyrir ofan eða á útvarpssíðu Vísis. Lagið verður að finna á fyrstu sólóplötu kappans sem er í smíðum. En það mun vera ein af þremur plötum sem Ármann vinnur að um þessar mundir. Hljómsveit hans Who Knew? er við lagasmíðar á annarri breiðskífu sinni en einnig hefur hann lokið við upptökur á rafrænu hliðarverkefni sveitarinnar er heitir Launch.Vasadiskó er á dagskrá X977 á sunnudögum á milli 15 - 17. Fylgist með á Fésbókinni. Upptökur af þættinum og eldri þáttum Vasadiskó má síðan finna á slóðinni visir.is/vasadisko.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira