Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi 4. júní 2012 07:00 Fögruhlíðarós skartaði sínu fegursta um helgina. Guðmundur Magni Bjarnason Sjóbleikjuveiðin í Fögruhlíðarósi hefur aldrei byrjað jafnvel. Þetta kemur fram á vefsíðu Strengja. Veiðin hófst núna í júní og þegar hafa um 40 bleikjur komið á land. Á vefsíðunni er stutt frásögn frá Guðmundi Magna Bjarnasyni, sem fór ásamt tveimur félögum sínum í ósinn á föstudaginn. „Í stuttu máli er hægt að orða þetta þannig að þessi veiðitúr hafi verið gjörsamlega fullkominn," segir Guðmundur á vef Strengja. "8 bleikjur og 2 urriðar komu yfir nóttina og Fögruhlíðarós skartaði sínu allra fegursta. Það tók svolítinn tíma að finna fiskinn en þegar það tókst þá hófst veisla sem varði fram eftir morgni þótt fisknum hafi ekki verið mokað inn þá var stanslaust líf og ófáar elturnar alveg upp í fjöruborð. Í hvert sinn sem fiskurinn hreyfði sig þá gáraðist yfirborðið. Það var allt spegilslétt. Þó búið sé að bóka rándýra laxveiði fram eftir öllu sumri þá er mér það til efs að þessi túr verði toppaður í ár." Á vef Strengja er ennfremur sagt lítillega frá Breiðdalsá. Þar hefur lítið verið reynt við bleikjuna undanfarið en þó skaust Súddi í gær og setti í nokkrar vænar "en þær tóku grant og fóru af fyrir löndun. En sem sagt allt að koma í bleikjunni og aðeins tímaspursmál hvenær laxinn fer svo að mæta þarna í bæði Breiðdalsá og Jöklusvæði," segir á vef Strengja. Hægt er að skoða laus veiðileyfi hjá Strengjum hér. Stangveiði Mest lesið Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði
Sjóbleikjuveiðin í Fögruhlíðarósi hefur aldrei byrjað jafnvel. Þetta kemur fram á vefsíðu Strengja. Veiðin hófst núna í júní og þegar hafa um 40 bleikjur komið á land. Á vefsíðunni er stutt frásögn frá Guðmundi Magna Bjarnasyni, sem fór ásamt tveimur félögum sínum í ósinn á föstudaginn. „Í stuttu máli er hægt að orða þetta þannig að þessi veiðitúr hafi verið gjörsamlega fullkominn," segir Guðmundur á vef Strengja. "8 bleikjur og 2 urriðar komu yfir nóttina og Fögruhlíðarós skartaði sínu allra fegursta. Það tók svolítinn tíma að finna fiskinn en þegar það tókst þá hófst veisla sem varði fram eftir morgni þótt fisknum hafi ekki verið mokað inn þá var stanslaust líf og ófáar elturnar alveg upp í fjöruborð. Í hvert sinn sem fiskurinn hreyfði sig þá gáraðist yfirborðið. Það var allt spegilslétt. Þó búið sé að bóka rándýra laxveiði fram eftir öllu sumri þá er mér það til efs að þessi túr verði toppaður í ár." Á vef Strengja er ennfremur sagt lítillega frá Breiðdalsá. Þar hefur lítið verið reynt við bleikjuna undanfarið en þó skaust Súddi í gær og setti í nokkrar vænar "en þær tóku grant og fóru af fyrir löndun. En sem sagt allt að koma í bleikjunni og aðeins tímaspursmál hvenær laxinn fer svo að mæta þarna í bæði Breiðdalsá og Jöklusvæði," segir á vef Strengja. Hægt er að skoða laus veiðileyfi hjá Strengjum hér.
Stangveiði Mest lesið Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði