Innlent

Tekið á móti spurningum til frambjóðenda í gegnum Facebook og Twitter

Dagskráin hefst í Hörpu klukkan 18.55. Hægt er að senda inn spurningar á Facebook-síðu Vísis og með því að merkja þær #forseti á Twitter.
Dagskráin hefst í Hörpu klukkan 18.55. Hægt er að senda inn spurningar á Facebook-síðu Vísis og með því að merkja þær #forseti á Twitter. Mynd/Vilhelm
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands mætast í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18.55 í kvöld. Dagskráin fer fram í Hörpu og munu fréttamennirnir Helga Arnardóttir og Þorbjörn Þórðarson stýra umræðunum.

Andri Ólafsson fréttamaður tekur einnig á móti spurningum áhorfenda í sal, auk áhorfenda heima í stofu, sem gefst kostur á því að spyrja frambjóðendur í gegnum Facebook og Twitter.

Blaðamenn munu vakta Facebook-síðu Vísis, sem er á slóðinni facebook.com/visir.is, og þær Twitter-færslur sem merktar eru #forseti og koma þeim spurningum sem berast til skila í útsendinguna.

Bæði er hægt að senda inn spurningar til einstakra frambjóðenda og þeirra allra. Við hvetjum lesendur til að hika ekki við að senda inn þær spurningar sem á þeim brenna en nú þegar hafa þó nokkrar borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×