Elín Metta: Ég var ekki fædd þegar Katrín byrjaði með landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 14:00 Elín Metta á æfingunni í gær. Mynd / Ernir Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira