Veiði að glæðast í Straumunum 11. júní 2012 13:21 Við Hvítá í Borgarfirði. Veiðisvæðið Straumar er þarna skammt fyrir ofan. Mynd /Trausti Hafliðason Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR. "Við náðum tali af Jóni Hermannssyni sem stóð á bakkanum i morgun og sagði hann tvo laxa hafa fengist seinnipartinn í gær," segir á vef SVFR. "Annar var smálax um sex pundin, hinn var níu pund. Í veiðibók voru þá komnir sex laxar - hinir fjórir veiddust þann 8.júní og voru að tíu pundum að þyngd." Á vef SVFR segir að ekkert hafi veiðst fyrstu þrjá dagana í Straumum. Líklega megi rekja það til þess að þá daga var stórstreymt en það er ekkert sérlega hagstætt á þessu veiðisvæði. Í stórstreymi flæðir upp fyrir Straumklöpp svæðið verður illa veiðanlegt. "Nú fer straumur hins vegar smækkandi og hagur veiðimanna vænkast í Straumunum. Við erum því nokkuð bjartsýn fyrir hönd þeirra sem eiga daga á næstunni," segir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði
Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR. "Við náðum tali af Jóni Hermannssyni sem stóð á bakkanum i morgun og sagði hann tvo laxa hafa fengist seinnipartinn í gær," segir á vef SVFR. "Annar var smálax um sex pundin, hinn var níu pund. Í veiðibók voru þá komnir sex laxar - hinir fjórir veiddust þann 8.júní og voru að tíu pundum að þyngd." Á vef SVFR segir að ekkert hafi veiðst fyrstu þrjá dagana í Straumum. Líklega megi rekja það til þess að þá daga var stórstreymt en það er ekkert sérlega hagstætt á þessu veiðisvæði. Í stórstreymi flæðir upp fyrir Straumklöpp svæðið verður illa veiðanlegt. "Nú fer straumur hins vegar smækkandi og hagur veiðimanna vænkast í Straumunum. Við erum því nokkuð bjartsýn fyrir hönd þeirra sem eiga daga á næstunni," segir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði