Lax kominn á efra svæðið í Selá Trausti Hafliðason skrifar 28. júní 2012 14:54 George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ásamt Vigfúsi Orrasyni. Á ferð sinni til Íslands fyrir nokkrum árum veiddi hann lax í Leifsstaðarhyl snemma í júlí. Mynd / Veiðiklúbburinn Strengir Venjulega er efri hluti Selár í Vopnafirði ekki opinn laxveiðimönnum fyrr en eftir 10. júlí. Mjög gott vatn hefur verið í ánni og því var ákveðið að senda veiðimenn í smá könnunarleiðangur í fyrrakvöld að sögn Orra Vigfússonar, formanns Veiðiklúbbsins Strengs. Laxastiginn í neðri fossi Selár var opnaður um síðustu helgi og renndu sér strax tugir laxa upp hann. Veiðimennirnir, sem sendir voru á efra svæðið, settu strax í nokkra og komu þrír á land úr Leifsstaðahyl og Réttarhyl. „Áin hefur mikið hlýnað seinustu daga og þá á laxinn til að strika upp neðri fossinn og langt upp ána," segir Orri. „Við höfum verið að bíða með að velja góða veiðimenn á efra svæðið í Selá, en í svona árferði er yfirleitt mjög góð veiði í þeim hluta árinnar." Nýr laxastigi var byggður enn ofar í ánni og eru miklar vonir bundnar við hann að sögn Orra. „Nú getur laxinn farið á hrygningar- og uppeldissvæði eina 43 kílómetra, sem er langleiðina upp að Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta er svipuð vegalengd og frá Reykjavík að Selfossi," segir Orri. "Auk þess er þarna mikil hliðará sem ber nafnið Selsá. Þar fóru laxar upp í fyrrahaust og þar eru áhugaverð hrygningarsvæði. Við félagarnir erum virkjunarsinnar, virkjum með náttúrunni, en látum hana að mestu ráða ferðinni. Vonandi tekst okkur að þrefalda veiðina á þessu merkilega vatnasvæði einu sinni enn."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði
Venjulega er efri hluti Selár í Vopnafirði ekki opinn laxveiðimönnum fyrr en eftir 10. júlí. Mjög gott vatn hefur verið í ánni og því var ákveðið að senda veiðimenn í smá könnunarleiðangur í fyrrakvöld að sögn Orra Vigfússonar, formanns Veiðiklúbbsins Strengs. Laxastiginn í neðri fossi Selár var opnaður um síðustu helgi og renndu sér strax tugir laxa upp hann. Veiðimennirnir, sem sendir voru á efra svæðið, settu strax í nokkra og komu þrír á land úr Leifsstaðahyl og Réttarhyl. „Áin hefur mikið hlýnað seinustu daga og þá á laxinn til að strika upp neðri fossinn og langt upp ána," segir Orri. „Við höfum verið að bíða með að velja góða veiðimenn á efra svæðið í Selá, en í svona árferði er yfirleitt mjög góð veiði í þeim hluta árinnar." Nýr laxastigi var byggður enn ofar í ánni og eru miklar vonir bundnar við hann að sögn Orra. „Nú getur laxinn farið á hrygningar- og uppeldissvæði eina 43 kílómetra, sem er langleiðina upp að Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta er svipuð vegalengd og frá Reykjavík að Selfossi," segir Orri. "Auk þess er þarna mikil hliðará sem ber nafnið Selsá. Þar fóru laxar upp í fyrrahaust og þar eru áhugaverð hrygningarsvæði. Við félagarnir erum virkjunarsinnar, virkjum með náttúrunni, en látum hana að mestu ráða ferðinni. Vonandi tekst okkur að þrefalda veiðina á þessu merkilega vatnasvæði einu sinni enn."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði