Sport

Eva fékk styrk frá Reykjavíkurborg - sjöundi reykvíski Ólympíufarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Hannesdóttir.
Eva Hannesdóttir. Mynd/Íþróttabandalag Reykjavíkur
Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhentu í dag Evu Hannesdóttur sundkonu úr KR styrk en hún hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London. Eva tryggði sig inn á leikana með því að ná lágmarkinu í 4x 100 metra fjórsundi en sveitina skipa auk hennar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Sunddeild KR fékk að þessu tilefni 400.000 króna styrk frá Reykjavíkurborg og Íþróttabandalaginu sem nýtist til að greiða niður þann háa kostnað sem fylgir því að eiga afreksmann í fremstu röð.

Nú þegar hafa sjö reykvískir íþróttamenn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í sumar. Hin sex sem áður hafa fengið samskonar viðurkenningu og Eva eru þau Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni, Þormóður Jónsson, frá Júdófélag Reykjavíkur og sundkonurnar Sarah Blake Bateman og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×