Anton Sveinn: Síðasti maðurinn upp úr lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 06:00 Anton Sveinn McKee heilsar hér Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst Sund Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst
Sund Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira