Askar fyrir alla 24. júlí 2012 13:35 Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar. Heilsa Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar.
Heilsa Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira