Ernie Els sigraði á Opna breska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 17:34 Ernie Els fagnar fuglinum á átjándu holunni. Nordicphotos/Getty Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira